23.10.1944
Neðri deild: 69. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í C-deild Alþingistíðinda. (2914)

87. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sigurður Bjarnason:

Ég heyri, að hv. n. hefur ekki gert sér grein fyrir, hvort íþróttamál skuli heyra undir menningarmál, enda þótt það virðist augljóst. En þar sem hv. n. hefur þessa skoðun, vil ég leyfa mér að bera fram brtt. þess efnis, að orðið „íþróttastarfsemi“ verði fellt þarna inn í. Ég hygg, fyrst eðlilegt þótti, að ekki væri einungis um að ræða líknarstarfsemi, heldur einnig menningarmál, að þá sé eðlilegt og sjálfsagt að samþ. þessa brtt. Ef n. vill taka þetta til athugunar, er ég fús til að taka till. aftur til 3. umr. Leyfi ég mér svo hér með að afhenda forseta þessa till.