22.11.1944
Efri deild: 73. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1243 í B-deild Alþingistíðinda. (2922)

193. mál, brunamál í Reykjavík

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég get látið nægja að vísa til grg.

Frv. er flutt til að færa til nútímahorfs þær reglur, sem gilda um brunamál í Reykjavík, frá 1875, þegar stjórn bæjarmála var öðruvísi fyrir komið en nú.

Engar nýjungar eru í frv. Það er aðeins til samræmingar og til að greiða fyrir, að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á brunareglugerð kaupstaðarins.