16.12.1944
Efri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1243 í B-deild Alþingistíðinda. (2930)

193. mál, brunamál í Reykjavík

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Þetta frv. er samið til þess, að hægt sé að gera nýja brunamálasamþ. Gömlu l. þurfti að breyta, til þess að sum ákvæði hinnar nýju samþykktar gætu öðlazt staðfestingu. En okkur í allshn. þótti réttara að láta lögreglustjóra, sem fjallar um aðra hlið þessara mála heldur en slökkviliðsstjórinn gerir, líta á frv. áður en það er endanlega samþ. Og álit lögreglustjóra var það, að hann taldi nokkuð mikið sneitt af valdi lögreglustjóra og falið slökkviliðsstjóra, og það meir en góðu hófi gegndi. Að öðru leyti mælti hann með frv. N. féllst á þessar athugasemdir lögreglustjóra. Allar brtt., sem fram eru bornar, eru í samræmi við hans till. Ég vil mælast til þess, að þessar brtt. verði samþ. og frv. síðan vísað til 3. umr.