18.09.1944
Neðri deild: 51. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í C-deild Alþingistíðinda. (2968)

124. mál, heimild fyrir þjóðhátíðarnefnd til að taka í sínar hendur umráð yfir bifreiðum

Dómsmrh. (Einar Arnórsson):

Herra forseti. Í janúar s. l. fór þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar á Íslandi fram á það, að gefin yrðu út brbl., sem heimiluðu henni að taka bifreiðar leigunámi til almennrar notkunar 16.–18. júní 1944. Ríkisstj. féllst á, að þetta mundi vera heppilegt og réttmætt, og samkv. því voru gefin út brbl. 31. maí 1944, sem heimiluðu þessar aðgerðir. Þessi l. eru lögð fyrir hv. deild samkv. 28. gr. stjórnarskrárinnar. Það er búið að framkvæma l. að öllu leyti, og læt ég þingið um það, hvort það telur framlagningu þessa frv. vera til yfirlits eða samþykktar. Leyfi ég mér að leggja til, að málinu verði að umr. lokinni vísað til hv. allshn.