30.01.1945
Efri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1254 í B-deild Alþingistíðinda. (3055)

207. mál, Ólafsfjarðarkaupstaður, eignarnám lóðarréttinda

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. — Mál þetta er komið frá hv. Nd. og var flutt þar af hv. 2. þm. Eyf. eftir beiðni þáv. hreppsn. Ólafsfjarðarhrepps.

Við athugun á málinu, sem allshn. lét fara fram, kom það í ljós, að hér var raunverulega ekki að ræða um leigunám, heldur um eignarnám á leigulóðarréttindum og ef til vill á nokkrum mannvirkjum á lóðinni.

N. hefur gengið úr skugga um, að Ólafsfjarðarkaupstað er nauðsyn á að fá yfirráð yfir þessum leigulóðarréttindum vegna hafnargerðar í héraðinu, og hefur fengið staðfestingu á því hjá hæstv. samgmrh. Einnig hefur n. fengið upplýsingar um, að það hafi verið leitað samkomulags við eigendur lóðarréttindanna um kaup á þeim, en borið svo mikið á milli, að þeir heimtuðu meir en þrefalt það verð, sem hreppsnefndin taldi sanngjarnt fyrir þetta.

N. leggur því til, að samþ. verði að heimila Ólafsfjarðarkaupstað að láta fara fram eignarnám á þessum lóðarréttindum, en telur þá sjálfsagt vegna hagsmuna þeirra, sem lóðarréttindin eiga, að kaupstaðurinn sé jafnframt skyldaður til þess að taka eignarnámi þau mannvirki, sem vera kunna á lóðinni, ef eigendur óska ekki frekar að flytja þau.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta. Eins og getið er um í nál. og sést reyndar í samningnum, sem prentaður er á þskj. 594, þá er lóðinni ekki alveg rétt lýst, og í samræmi við það leggur n. til, að breyt. verði gerð á lýsingu lóðarinnar, og einnig er um eignarnám að ræða í stað leigunáms, og er 2. brtt. afleiðing af því og fjallar um, að fyrirsögn frv. verði breytt.

Sé ég svo ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum að sinni.