14.12.1944
Efri deild: 88. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (3096)

214. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Það hefur orðið að samkomulagi milli mín og hv. form. allshn., að málið skyldi ekki tafið. Ég hafði ekki óskað að vera með við atkvgr. Ég mun nú ekki verða á móti málinu, en fylgja því við atkvgr., ef þannig stendur á í deildinni, að þess sé þörf, til þess að það komist í gegn.