25.01.1945
Neðri deild: 112. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (3117)

214. mál, útsvör

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Hv. 4. þm. Reykv. tók aftur til 3. umr. brtt. á þskj. 933 undir 2. lið. Ég ætla þá ekki að deila við hann um fyrra atriðið, sem okkur greinir á um, en ég vil þó segja það, að mér var það fyllilega ljóst, hvaða ákvæði felast í frv. um ákvörðun gjalddaga til útsvarsgreiðslu. Ég skil ekki, hvers vegna hv. 4. þm. Reykv., sem helzt vill hafa gjalddagana 10, flytur þá brtt., sem hann er hér með, því að vel gæti verið, að sveitarstjórnir hefðu í upphafi áætlað færri gjalddaga, en vildu síðar á árinu fjölga þeim, en með brtt. hv. 4. þm. Reykv., ef samþ. verður, er útilokað, að sveitarstj. geti síðar á árinu fjölgað greiðsludögunum. Þetta tel ég ákaflega óheppilegt, því að með því að slík ákvæði yrðu samþ., er beinlínis unnið að því að fækka gjalddögunum, en ekki fjölga þeim, eins og hv. 4. þm. Reykv. vill vera láta.