29.01.1945
Neðri deild: 114. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (3120)

214. mál, útsvör

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. — Við 2. umr. þessa máls tók ég aftur aðra brtt. mína á þskj. 933. Mér skildist þá, að það væri aðallega orðalag hennar, sem vekti andstöðu, og því hef ég nú hér breytt orðalaginu, þó að efnið sé það sama, með þeirri brtt., sem ég nú flyt á þskj. 963. Þetta orðalag, sem ég hef nú hér við þennan lið í frv., er nákvæmlega eins og þetta var í l. frá 1940. En til þess að taka af öll tvímæli, þá hef ég sett inn í till., að þetta gildi aðeins e- og f-liðina. En eins og ég tók fram við 2. umr., þá á þetta aðeins við innheimtu eldri útsvara.

Ég hygg, að ég hafi gert nokkuð ljósa grein fyrir því, hvað fyrir mér vakti um það, að þetta ákvæði heldur áfram að standa í l.; og þó að það sé gert nokkru þrengra en áður, vænti ég, að ég þurfi ekki að endurtaka neitt af því, sem ég sagði við 2. umr. málsins, og vænti þess, að hv. þd. geti fallizt á brtt. eins og hún nú er orðuð.