15.12.1944
Neðri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (3191)

219. mál, dósentsembætti í guðfræðideild

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Herra forseti. — Menntmn. hefur athugað þetta mál og orðið sammála um að mæla með því, að það næði fram að ganga óbreytt.

Einn nm. gat ekki verið á fundi, þegar n. afgreiddi málið, vegna annarra þingstarfa.

Ég skal taka það fram, að það er nokkuð síðan n. fékk þetta mál í raun og veru til meðferðar, því að biskupinn yfir Íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, hafði sent n. það fyrir alllöngu með ósk um, að hún stuðlaði að því, að það yrði flutt á Alþ. Hins vegar hefur n. óskað umsagnar frá háskólaráði og guðfræðideildinni. Þessar umsagnir hafa borizt nefndinni og eru birtar með nál. Og að þeim athuguðum og eftir athugun á málinu í heild hefur n. orðið sammála um að mæla með því, að frv. næði fram að ganga.