05.02.1945
Efri deild: 118. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (3256)

219. mál, dósentsembætti í guðfræðideild

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Úr því að þessi till. er fram komin frá hv. þm. Barð., þá skilst mér, að ef hún verður samþ., þá sé hún viljayfirlýsing frá þinginu, að það vilji láta það koma skýrt fram, að það eigi að veita embættið á þessu ári. Mundi það þá að sjálfsögðu verða veitt við fyrsta tækifæri, undireins og gengið hefur verið úr skugga um, að viðkomandi maður óskar eftir að taka við embættinu. Verði till. felld. er ekki hægt að líta á það öðruvísi en sem viljayfirlýsingu um. að d. vilji ekki láta veita þetta embætti á þessu ári. Ég get ekki skilið það öðruvísi og mun skilja það þannig.