09.03.1944
Neðri deild: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

27. mál, skipun læknishéraða

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. — Ég skal ekki lengja umr. mikið.

Ég hef ekki blandað mér inn í umr. um þetta mál, sem eru nú orðnar heldur leiðinlegar og komnar langt frá efninu. Frv. hefur tekið miklum breyt., síðan það kom frá n., en um þær ætla ég ekki að fjölyrða. — Nú er svo komið, að ekki er hægt annað en samþ. rökst. dagskrána eða frv. óbreytt. Störfum er lokið í Ed. og því ekki hægt að sinna þeim brtt., sem fyrir liggja. Hugsum okkur, að sú leið yrði valin að samþ. rökst. dagskrána. Það væri gott og blessað, ef eitthvað væri upp úr henni að leggja. En þegar ég fór að lesa hana, þá varð ég þess vís, að hér er aðeins um að ræða þál. um að fela ríkisstj. málið.

Fram er komin till. um, að n. verði skipuð og hún eigi að gera till um lausn málsins. En sá er gallinn á þeirri till., að hún er ótímabundin. Það er engin trygging fyrir því, að n. hafi lokið störfum fyrir haustið, svo að hægt yrði að taka málið fyrir á haustþinginu. — En við þurfum fyrst og fremst að bjarga vandamálinu um Egilsstaðahérað. Það mál þolir enga bið, sem kunnugt er. Ég sé því ekki annað en það verði að samþ. frv. þrátt fyrir breyt., sem gerðar hafa verið, því að annars væri öllu málinu stofnað í voða.