22.09.1944
Neðri deild: 54. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í C-deild Alþingistíðinda. (3452)

132. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. — Þar sem fram hafa komið ummæli bæði frá hæstv. ráðh. og hv. þm. Hafnf. um afskipti mjólkursölun. á innflutningi amerísks smjörs, vil ég segja nokkur orð. Ég varð fyrir því að vera kosinn í nefndina í maí 1943, og var skipaður í ágúst frá ráðuneytinu. Í sept. var haldinn einn fundur, með það fyrir augum, að starf mjólkursölun. væri takmarkað, af því að samsölustjórnin hefði tekið allt í sínar hendur, og síðan hefur enginn fundur verið haldinn, og Alþýðusambandið mun ekki tilnefna mann fyrir þetta ár, en samt er auglýst, að fyrir aðgerðir mjólkursölun. sé verðið eins og það er.