16.01.1945
Efri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1360 í B-deild Alþingistíðinda. (3615)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Gísli Jónsson:

Það er viðurkennt af hv. frsm., að ekki sé tilætlunin, að verzlanir, sem taka á móti þessum vörum, greiði sjálfar þennan skatt. En þá er nauðsynlegt að bæta inn í gr., að þær eigi að fá það endurgreitt hjá framleiðendum og megi draga það frá við útborgun. Á þetta bæði við kjöt og ull og allar aðrar vörur, sem seldar eru í stórum stíl til þeirra verzlana úti á landi. sem hafa með höndum slík kaup. Sama er að segja um loðskinn. Það eru ýmsir menn, sem enn þá kaupa þau fyrir fast verð, og því er nauðsyn að setja inn í l., að þeir, sem þessar vörur kaupa, eigi að fá þetta gjald endurgreitt og megi draga það frá kaupverðinu. Ég vænti, að n. athugi þetta fyrir 3. umr. og komi með brtt. Að öðrum kosti mundi ég þurfa að bera fram brtt. til að taka þetta skýrt fram. (Fjmrh.: Mér finnst þetta leiða beint af 1. gr. frv.) Það finnst mér ekki, það er a.m.k. hægt að hártoga það, og það er sjálfsagt að hafa það hreint, að þeir eigi rétt á að draga gjaldið frá, og ég veit, að það vakir fyrir hv. flm., að svo verði gert.