05.02.1945
Neðri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1363 í B-deild Alþingistíðinda. (3653)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Jón Pálmason:

Herra forseti. — Meiri hl. landbn. hefur flutt hér smábrtt. við þetta frv, eftir beiðni hæstv. ríkisstj.

Önnur till. fer fram á það, að úthlutun úr þessum sjóði sé háð samþykki landbrh. á hverjum tíma.

Hin brtt. fer fram á það, að þrátt fyrir þennan skatt, sem um er að ræða, þá séu vörurnar ekki neitt hækkaðar í útsölu.

Tveir hv. nm. 3 landbn. vildu ekki gerast fim. að brtt. Það mun aldrei hafa verið til annars ætlazt en að þetta gjald væri borgað af framleiðendum, en ekki neytendum.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þessar brtt. nema tilefni gefist til. Ég vænti þess, að hv. d. geti á þær fallizt.