27.09.1944
Efri deild: 50. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 530 í C-deild Alþingistíðinda. (3675)

139. mál, æskulýðshöll í Reykjavík

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Svo sem segir í grg. fyrir frv., þá er það samið af hæstv. fyrrv. dómsmrh., Einari Arnórssyni, og er flutt í samráði við hann.

Þetta frv. er a. n. l. byggt á eða styðst við till. n., sem skipuð var af hæstv. ríkisstj. og bæjarstj. Reykjavíkur varðandi þetta mál. En sú nefndarskipun átti sér stað samkv. ályktun, sem þar um var gerð m. a. í þessari hv. d. á sínum tíma. Í frv. er þó ekki að öllu leyti farið að till, þessarar n., heldur við þær stuðzt, og hafði hæstv. ráðh. m. a. samráð við mig sem borgarstjóra um efni frv. áður en það var flutt. Þrátt fyrir það eru einstök atriði í frv., sem ég hefði heldur kosið, að öðruvísi væru. En hvort ég legg svo mikið upp úr því, að ég beri fram brtt. við frv. þess vegna, hef ég ekki ákveðið.

Sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um málið að svo stöddu, en legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn.