18.10.1944
Efri deild: 60. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í C-deild Alþingistíðinda. (3697)

139. mál, æskulýðshöll í Reykjavík

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Mál þetta hefur að nýju verið til athugunar í allshn., og hefur hún samþ. að mæla með því að 1. brtt. frá hv. 1. þm. Eyf. verði samþ., en hún er við 1. gr. frv., og enn fremur varð samkomulag í n. að bera fram brtt. á þskj. 438 við 2. gr. frv. Með þeim breyt., sem gerðar yrðu á frv. samkvæmt þessu, þá á að vera tryggt annars vegar, að æskulýðsfélögum í bænum er gefinn kostur á að leggja fé fram til væntanlegrar æskulýðshallar og sýna þar með góðvilja sinn til málsins, og í öðru lagi, að þau félög, sem slíkt gera, hafi rétt til að tilnefna einn mann í stjórn hallarinnar. Það voru nokkrar umr. um það í n., hvort ástæða væri til að hafa varaákvæði um, hver ætti að tilnefna menn í stj., ef þessi félög gerðu það ekki, en ég vil ekki gera ráð fyrir, að til þess kæmi, að félögin losi sig við þennan rétt sinn, úr því að þeim er hann veittur. Vænti ég þess, að menn geti samþ. frv. með þessum breyt. Ég get hugsað mér framkvæmdina þannig með fyrstu stjórnarkosningu, að bæjarstjórn kjósi fyrst tvo fulltrúa, sem beiti sér síðan fyrir því, að æskulýðsfélögin tækju ákvörðun um, hvort þau vilja styrkja þessa starfsemi eða ekki. Félögin hafa það í hendi sjálfra sín, hvort þau gera það eða ekki eða hversu háa upphæð þau leggja fram, en hversu lítil fjárhæð, sem er, veitir þeim rétt til að velja einn nm., en við höfum treyst þegnskap félaganna, að þau misnoti ekki þessa aðstöðu með því að leggja fram mjög litla fjárhæð.

Öll n. er sammála um þessar brtt., og eins og hæstv. forseti skýrði frá, þá hefur hún tekið aftur fyrri till. sínar, og sömuleiðis hefur hv. l. þm. Eyf. tekið aftur síðari brtt. sína.

Ég mæli því með f. h. n., að frv. nái fram að ganga með þessum breytt.