08.02.1945
Efri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1386 í B-deild Alþingistíðinda. (3707)

128. mál, búnaðarmálasjóður

Jónas Jónsson:

Herra forseti. — Ég ætla aðeins að fylgja eftir sigrinum með örfáum orðum. Og ég ætla að taka fram, að hæstv. ráðh. hefur lagt á flótta, eftir að hafa í þessu máli ráðizt á samvinnufélögin og mig, þegar ég var ekki viðstaddur. En svo, þegar honum er haslaður völlur og hann á að standa fyrir máli sínu, rennur hann af hólmi. Hæstv. ráðh. tilfærði eitt orð, sem ég hefði átt að segja í Samvinnuskólanum. Ég skal ekki segja, hvort orðið er rétt í sjálfu sér, en þar sem það ber vott um þekkingarskort á móðurmálinu, ætla ég að skora á hæstv. ráðh., ef hann. treystir sér til, að útvega vottorð frá nemendum. mínum um, að ég hafi viðhaft þetta orð um nokkurt félag. Ég vil, að þessi ófullkomna málsmeðferð, sem kemur fram í þessari setningu, bitni á honum. Annars er þetta ekki nema venja kommúnista, að ráðast á menn og renna svo af hólmi,. þegar þeim er svarað. Þessi viðskipti eru táknræn. upp á það, sem koma skal.