19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (3755)

259. mál, ítala

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. — Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er lítið mál. Það fer fram á breyt. á ítölul., sem samþ. voru á síðasta þingi, og er þannig til komið að sýslumaður Húnavatnssýslna hefur talið á því talsvert mikil tormerki, að hægt væri, svo að óvéfengjanlegt væri, að framkvæma l. eins og þau eru.

Hér er aðeins farið fram á, að í stað þess, að ætlazt er til samkv. l., eins og þau eru, að boðaðir séu á fundi, þar sem ráðgazt er um þessi ítölumál, bæði ábúendur jarða og jarðeigendur í hverri sveit, í stað þess er farið fram á í þessari breyt., sem frv. felur í sér, að eingöngu séu boðaðir á þessa fundi ábúendur jarðanna. Með því að gera skýlausa kröfu um það að boða alla eigendur jarða á þessa fundi, getur það torveldað, að þessir fundir geti orðið haldnir, því að erfitt er að ná til sumra þeirra. Sumar jarðir eru í opinberri eign, og eigendur sumra jarða eru utansveitarmenn. enda þótt meiri hluti þeirra sé að jafnaði innan sveitar. En að ábúendur séu látnir ráða í þessu tilfelli, er í samræmi við ýmsa aðra löggjöf, sem sett hefur verið bæði veiðil. o.fl., og er í raun og veru miklu einfaldara. Hefur því landbn. fallizt á að flytja þetta frv. og væntir þess, að það geti gengið greiðlega í gegnum hv. þd.