31.01.1945
Neðri deild: 116. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1396 í B-deild Alþingistíðinda. (3803)

264. mál, húsaleiga

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. — Mér þykir leitt, að hv. 1. þm. Árn. skuli ekki geta fylgt frv. óbreyttu.

Í frv. er farið fram á. að ríkinu sé veittur sami réttur og einstaklingum þjóðfélagsins um að láta leigutaka rýma úr húsum sínum. Það er ekki viðkunnanlegt, að ríkið hafi ekki sama rétt og einstaklingur í þessu efni.

Með brtt. hv. þm. A.-Sk. er ríkinu lögð sú skylda á herðar að sjá leigutaka, sem yrði að rýma burt, fyrir húsnæði. Slík skylda hvílir ekki á einstaklingum. Þetta frv. stefnir að því, að ríkinu sé veittur sami réttur og einstaklingunum, og vil ég því vænta þess, að það verði samþ. óbreytt.