15.12.1944
Neðri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (3848)

227. mál, hlutafjárframlag fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi

Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Þetta er fyrirkomulagsatriði, hvor leiðin yrði farin í þessu efni. Það er litið svo á, að hlutaféð yrði að mestu leyti áhættufé, sem lagt væri í þetta fyrirtæki, og væri því ekki ástæða til að skattleggja það á leið þess yfir í nýtt hlutafé úr varasjóði. Mér er ljóst, að það mætti koma því þannig fyrir, að varasjóður væri lagður inn í fyrirtækið óbreyttur og hluta féð lækkað, og ef n. og þing fella sig betur við það, þá kemur það í sama stað niður. Féð verður þá áfram áhættufé í fyrirtækinu og kemur í eigu fyrirtækisins á sama hátt og áður. Að sjálfsögðu athugar n., hvora leiðina hún velur.