14.02.1945
Efri deild: 127. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (3913)

235. mál, skipakaup ríkisins

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Eins og hv. dm. er kunnugt um, hefur hæstv. ríkisstj., að fengnu samþykki þingfl. allra, gert samning við sænskar skipasmíðastöðvar um smíði 45 vélbáta, og er gert ráð fyrir því, að kaupverð bátanna verði um 18 millj. ísl. kr. En eftir að samningur þessi var gerður, hafa gerzt lítils háttar breytingar á kaupverðinu, þannig að gera má ráð fyrir, að þessi upphæð hækki eitthvað, en ekki svo að verulegu nemi.

Svo er til ætlazt, að hæstv. ríkisstj. selji þessa báta einstaklingum, félagssamtökum eða bæjarog sveitarfélögum svo fljótt sem því verður við komið. Hygg ég, að nú þegar sé samið um kaup á öllum eða nær öllum þessum bátum. Þau skilyrði hafa verið sett væntanlegum kaupendum, að þeir greiði ákveðna fúlgu upp í kaupverðið um leið og þeir gera kaupin á bátunum, og hefur hæstv. atvmrh. tjáð mér, að þegar muni vera greiddar nokkuð yfir 3 millj. kr. upp í kaupverð bátanna, eða 75 þús. kr. upp í hvern 80 lesta bát og 60 þús. kr. upp í hvorn 50 lesta bát. En þar sem hæstv. ríkisstj. er að kaupa skip erlendis, verður hún að hafa fé handbært til þess að greiða kaupverðið eftir samningnum. Lántökuheimildin samkv. 1. mgr. 2. gr. er bundin við þessa upphæð, 18 millj. kr., og auk þess eru til ráðstöfunar þessar 3 millj. kr., og verður þetta að fullu greitt af kaupendum bátanna um leið og bátarni,r verða afhentir. Að sjálfsögðu er hér aðeins um bráðabirgðalán að ræða, sem á að greiðast að fullu um leið og bátarnir verða afhentir hinum eiginlegu kaupendum. Í þessu sambandi er rétt að geta þess, að af þeim 5 millj. kr., sem hv. Alþ. heimilaði ríkisstj. árið 1944 til þess að styrkja menn til fiskiskipakaupa, hefur ríkisstj. ákveðið, að veitt verði 100 þús. kr. vaxtalaust lán út á hvern bát. Þegar á þetta er litið og enn fremur á þau kjör, sem fiskveiðasjóður veitir, getur enginn vafi talizt á því, að þetta lán verður borgað upp um leið og bátarnir verða afhentir hinum raunverulegu eigendum. Enn fremur er í 2. mgr. 2. gr. frv. gert ráð fyrir því, að stj. sé heimilt að taka allt að 2 millj. kr. lán til ráðstöfunar samkv. XXIV. lið 22. gr. fjárl. fyrir árið 1945. Þessi umræddi fjárlagaliður er þess efnis, að með honum er ríkisstj. heimilað að verja 5 millj. kr. úr framkvæmdasjóði til þess að styrkja menn til fiskiskipakaupa. Þetta er ekki bundið við skipakaup erlendis. enda hafa ekki verið teknar ákvarðanir af stj. um ráðstöfun þessa fjár, en síðan þessi heimild var veitt af fjárl., hafa verið afgr. l. hér á hv. Alþ., sem fela í sér ákvæði um styrk úr framkvæmdasjóði til kaupa á vélum og verkfærum í þágu landbúnaðarins, og er sú upphæð ákveðin í þeim l. 3 millj. kr. Eftir að búið var að ákveða þessa upphæð, var það ljóst, að fé framkvæmdasjóðs mundi ekki hrökkva til þess að fullnægja ákvæðum XXIV. liðar 22. gr. fjárl. yfirstandandi árs, og þykir rétt að ákveða í l. þessum upphæð lántökuheimildar þeirrar, sem felst í XXIV. lið 22. gr. fjárl. —Framkvæmdasjóður mun hafa numið um árslok 1944 um 11 millj. kr. Af þessu er búið að ráðstafa samkv. fjárl. 5 millj. kr. til bátakaupa, enn fremur samkv. nýnefndum l., sem samþ. hafa verið á þessu þ., 3 millj. kr. til verkfæra- og vélakaupa, og eru þá ekki eftir í sjóðnum nema 3 millj. kr. til stuðnings mönnum til fiskiskipakaupa samkv. fjárl. yfirstandandi árs. Skortir því 2 millj. kr., til þess að fengið sé það fé, sem gert er ráð fyrir á fjárl., og er leitað eftir þeirri lántökuheimild hér í þessu frv.

Fjhn. hefur rætt um þetta mál við hæstv. atvmrh. og fengið hjá honum ýmsar upplýsingar, sem greint er frá í grg. fyrir frv. Að málinu öllu athuguðu er n. öll sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.