09.03.1944
Neðri deild: 30. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

40. mál, nýbygging fiskiskipa

Einar Olgeirsson:

, Ég vildi óska þess, að hæstv. forseti kvæði upp úrskurð um, samkv. hverju í þingsköpunum hann telur, að brtt. frá einhverjum ráðh. geti sloppið við að verða að fara eftir þingsköpum. Það er, að því er mér finnst, greinilega tekið fram í 64. gr. þingskapa, að um slíkt sé, aðeins að ræða í sambandi við stjórnarfrv. eða að frv. sé flutt fyrir hönd stj. Ég vildi vænta þess, að hæstv. forseti kvæði upp úrskurð um, á hverju hann byggir þetta.