13.10.1944
Neðri deild: 65. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1453 í B-deild Alþingistíðinda. (4007)

24. mál, atvinna við siglingar

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. — Ég vil aðeins viðvíkjandi þeirri fyrirspurn, sem hv. 2. þm. S.-M. beindi til mín, segja það, að þótt hann geri þá breyt. á till. sinni, sem hann taldi sig fúsan til. þá get ég samt ekki fallizt á að samþ. hana. Hins vegar tel ég ekki óráðlegt, að atkvgr. um málið verði frestað, til þess að sjútvn. geti tekið þessa till. til athugunar og að hinir nm. geti þá sagt álit sitt á henni.

Eysteinn Jónsson: Ég er því meðmæltur, og ég get líka tekið brtt. mína aftur til 3. umr., ef það þykir heppilegra.