22.02.1944
Sameinað þing: 20. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í D-deild Alþingistíðinda. (4028)

5. mál, vélskipasmíði innanlands

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Allshn. hefur orðið sammála um að leggja til, að till. verði samþ., þó með þeirri breyt. að fella niður leiðbeiningarnar um lækkun tolla og flutningsgjalda. Brtt. þessi er gerð til samkomulags, þó að ýmsir nm. telji, að timbur og vélar í fiskibáta eigi að njóta beztu tollkjara og lægstu flutningsgjalda.

Skipasmíðar eru eðlilegur og sjálfsagður iðnaður hér á landi, og verður þess ekki sízt þörf að ófriðnum loknum að búa svo í haginn fyrir skipasmíðastöðvar, að þær verði færar um að standast alla erlenda samkeppni.

Leggjum við nm. því eindregið til, að till. verði samþ.