19.01.1945
Efri deild: 106. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1486 í B-deild Alþingistíðinda. (4121)

24. mál, atvinna við siglingar

Hermann Jónasson:

Herra forseti. — Ég ætla ekki að lengja þessar umr. heldur, en ég vildi bara. lesa hér upp brtt. frá þeim alvitra hv. þm. Barð. (GJ):

„Áður en réttindi eru veitt, skal leita umsagnar skipaskoðunarstjóra og Farmanna- og fiskimannaráðs Íslands, enda séu þessir aðilar sammála því. að réttindin séu veitt.“

Hver skilur þetta? Þetta er frá þeim alvitra hv. þm. Barð. Það væri fróðlegt, að einhver gæfi sig fram, sem skilur þetta. Eftir því, hvernig venjulegt mál er skilið, þá má ekki leita til þeirra, nema þeir séu sammála. — Það veit sjálfsagt ekki nema einn maður.