29.02.1944
Sameinað þing: 24. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í D-deild Alþingistíðinda. (4126)

54. mál, virkjun Andakílsár

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. — Hér er aðeins um formsatriði að ræða, og mætti e. t. v. deila um, hvort ríkisstj. hefði ekki fulla heimild til að framfylgja fyrri þál. Þó kýs hún að fá henni breytt að einu leyti, að efniskaupin verði ekki bundin við Ameríku. Það væri óeðlilegt, þar sem vitað er nú, að efnið til þessarar virkjunar er fáanlegt annars staðar með mjög miklu vægara verði. Það er því eðlilegast að kaupa það þar, sem hagkvæmast er.