22.02.1945
Neðri deild: 135. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1504 í B-deild Alþingistíðinda. (4150)

24. mál, atvinna við siglingar

Forseti (JörB):

Út af ummælum hv. 7. þm. Reykv. verð ég að lýsa yfir, að ég sé mér ekki fært að taka þessa brtt. á þskj. 1012 sem varatill. nema undir þeim einu kringumstæðum, að samkomulag væri um það, ekki aðeins af hálfu flm., heldur og dm. yfirleitt, og að þeir geti fallizt á þessa málsmeðferð, — því að efni till. á þskj. 1012 er þannig, að hana á að bera upp fyrr. Og mér skilst á hæstv. ráðh., að hann vilji, ef till. á þskj. 1012 á að koma til atkv., að höfð verði sú tilhögun, sem efni till. gefur tilefni til.