07.03.1944
Sameinað þing: 27. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í D-deild Alþingistíðinda. (4247)

51. mál, hafnargerð í Ólafsfirði

Emil Jónsson:

Hv. þm. Barð. sagðist skilja þörf Ólafsfirðinga, en það, sem hann hefur sagt, sýnir, að hann skilur ekki eitt né annað. Það er allt tómur misskilningur, að þessar 200 þús. kr. séu viðbótarfjárframlag. Það er ekki farið fram á neina viðbótarfjárveitingu, heldur að ríkissjóður kaupi efnið og geymi það, þar til Ólafsfjörður getur borgað það út, ríkissjóði að skaðlausu og án allra aukaframlaga.