03.03.1944
Sameinað þing: 25. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í D-deild Alþingistíðinda. (4273)

29. mál, Suðurlandsbraut um Krýsuvík

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég vildi bara gera lítils háttar brtt. við till. fjvn. á þskj. 117. Skoðun mín á málinu er áður kunn af umr. um annað mál, og skal ég því ekki eyða tíma í að endurtaka hana. Menn vita, að ég vil sem allra fyrst fá Krýsuvíkurveginn fullgerðan. Því sagði ég, er ég sá till. n.: „Smátt skammtar faðir minn smjörið“. Ég fylgi að fjárhæð til till. flm., en þar sem sýnilegt er, að hún hefur ekki fylgi, legg ég nú til, að í stað 500 þús. kr. í till. n. komi 1 millj. kr., og þarf sú till. engrar skýringar við.

Hæstv. fjmrh. taldi óviðeigandi að samþ.till. um útgjöld ársins 1945, og í sama streng tók hv. þm. Barð. Þetta tel ég ekki vera rétt. Ég mundi telja það ógerlegt að samþ. nú þessa till. sem viðbót við gjöld þessa árs. Þar er hlaðið á fjárl. En að ákveða nú þegar, að við skulum taka á næstu fjárl. tillag til Krýsuvíkurvegarins að upphæð 1 millj. kr. og að fela ríkisstj., sem hefur ótal leiðir til að leggja það fé fram í sumar upp á endurgreiðslu ársins 1945, að láta vinna fyrir það þegar í sumar, tel ég sjálfsagt og eðlilegt.

Hv. 7. þm. Reykv. sagði margt, sem þörf væri á að svara. Ég mun þó ekki gera það, en út af því, að hann var að tala um velvilja vegamálastjóra til þessa máls, vil ég biðja hann að athuga leiðina, sem þessi vegur á að liggja eftir, og leiðina, sem vegurinn frá Viðfirði til Norðfjarðar á að liggja eftir, og umsögn vegamálastjóra um báðar leiðirnar. Mun hann þá sjá velviljann.