10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í D-deild Alþingistíðinda. (4361)

32. mál, úrkomumælingar á hálendi Íslands

Pétur Ottesen:

Það er örstutt. — Eins og hv. frsm. meiri hl. tók fram, þá varð ekki samkomulag í n. um till.

Í þessari till. er farið fram á sömu upphæð og borin var fram till. um við afgreiðslu fjárl. 1944 fyrir áramótin, en till. var felld. Okkur, sem erum í minni hl. í n., fannst einkennileg aðferð að fara nú að taka upp þessa fjárveitingu utan fjárl., þar sem henni hefur verið synjað við afgreiðslu fjárl. fyrir svo skömmum tíma. Og þar sem vitað er, að fyrir framkvæmd raforkumála skiptir það engu máli, hvort þessi rannsókn er hafin í sumar eða það dregst eitt ár, þá taldi minni hl. ekki ástæðu til að mæla með framgangi þessarar till. nú og álítur eðlilegt eftir málavöxtum, að slík till. væri tekin til meðferðar við afgreiðslu fjárl. síðar á þessu ári.