10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í D-deild Alþingistíðinda. (4424)

57. mál, gufuhverir

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að bera hér fram brtt., sem fjallar um eignarheimild á því svæði, sem hér um ræðir.

Þetta mál mun fram komið af því að álitið er, að hér verði um mikinn árangur að ræða fyrir almenning. Ég sé af þál., að ótiltekið er, hve stórt svæði skuli rannsaka, enda ekki á færi ókunnugra manna að ákveða neitt þar um. Nú er það samt þýðingarmikið atriði, að jafnframt sem þetta er gert, sé athugað, hversu yfirráðum er háttað á þessu landi, og þá jafnframt að tryggja yfirráð hins opinbera. Þetta ætti á engan hátt að þurfa að tefja málið.

Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, en vænti, að Alþ. fallist á brtt.