10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í D-deild Alþingistíðinda. (4448)

63. mál, fáninn

Ásgeir Ásgeirsson:

Hv. þm. Barð. spurði mig, hvort það væri venja mín að skrifa undir nál. fyrirvaralaust og vera svo meðflm. að öðrum till. Þetta er nú ekki sjaldgæft, ef ekki ber mjög mikið í milli. Ég er í n. þeirri, er fjallað hefur um þetta mál og gert brtt. við það. Ég skrifaði undir þá breyt. og spurði, hvort samkomulag væri við flm. þáltill., og skildist mér, að svo væri. En þegar ég fór að líta á þetta nánar og bera saman við hina nýju brtt. flm., þá kunni ég betur við orðalag hennar, og þá vildi ég frekar hlíta því og skrifaði því undir þá till., vegna þess að ég taldi þá till. heppilegri. Þó er ekki ástæða til að ræða þetta meir en nú er orðið.