11.03.1944
Sameinað þing: 30. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (4488)

72. mál, læknishéruð

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. — Eins og brtt. allshn. ber með sér, er hér ekki um stórvægilegar breyt. að ræða. Frsm. n. kom að vísu inn á þær breyt., sem n. hefur gert á þessari fyrirsögn, en ég fyrir mitt leyti get ekki fellt mig við hana eins og hún er. Ég skal þó játa, að fyrirsögnin var nokkuð löng og kannske ekki alveg rétt eins og hún var áður, eftir að þessar breyt. voru samþ., en hins vegar er nú um of dregið úr fyrirsögninni. Samkv. brtt. n. á fyrirsögnin aðeins að vera: „Till. til þál. um læknisþjónustu í sveitahéruðum“, — en tilætlunin er meiri en þetta. Áður var höfuðtilgangurinn að athuga breyt. á skipun læknishéraða, enda var n. upprunalega hugsuð til þess að athuga einmitt læknaskipunina. Síðan kom þessi till. í gær um að reyna að bæta úr hinni miklu þörf á læknisþjónustu í sveitum. Þetta hvort tveggja á n. að athuga, og þess vegna finnst mér eðlilegt, að till. kveði aðeins á um læknisþjónustu í sveitahéruðum.

Ég vildi því aðeins benda á þetta og spyrja hæstv. forseta, hvort ekki væri hægt að koma með munnlega eða skriflega brtt. um að sleppa orðunum „í sveitahéruðum“. Þar með er n. ætlað að athuga læknaskipunina og um leið það verkefni að auka læknaþjónustu í sveitum.