20.11.1944
Neðri deild: 77. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í B-deild Alþingistíðinda. (45)

183. mál, nýbyggingarráð

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Ég vil byrja á að vekja athygli á því, að mál þetta kemur frá þeirri n., sem því var vísað til, svo fljótt sem hægt var að vænta, að það yrði afgr. þaðan, því að það eru ekki nema fáir dagar, síðan það var til 1. umr. í þessari d. Frv. var fyrst tekið fyrir á fundi í n. í fyrradag, s. l. laugardag, og var afgr. þaðan á þeim sama fundi. Síðan hefur liðið aðeins einn dagur, sem nm. hafa notað til að semja sín nál. og brtt., og þessi dagur er sunnudagur. Nál. minni hl. og brtt., sem hann ber fram, var afhent skrifstofunni í gærkvöld og er í prentun nú. Hér er því ekki um neinn óeðlilegan drátt að ræða frá n., heldur mjög hraða afgreiðslu. Þess vegna vil ég bera fram þá ósk við hæstv. forseta eða endurtaka þá ósk mína, að málið verði ekki tekið til 2. umr., fyrr en hv. þdm. hafa átt þess kost að sjá nál. beggja nefndarhluta og brtt. Það er föst venja, að nál. séu tekin fyrir við 2. umr., og þar sem ekki er um neinn óeðlilegan drátt að ræða, heldur þvert á móti málinu hraðað eins og unnt er, þá vænti ég, að málið verði afgr. á venjulegan þinglegan hátt.