20.06.1944
Sameinað þing: 35. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í D-deild Alþingistíðinda. (4508)

80. mál, þjóðminjasafn

Eysteinn Jónsson:

Ég vona, að flestir hv. þm. séu okkur flm. sammála um, að þessi samþykkt okkar alþm. um fjárveitingu til þess að byggja þjóðminjasafn er að réttu lagi einn þáttur í hátíðahöldum í sambandi við stofnun lýðveldisins. Einnig væntum við, að flestir hv. alþm. geti fallizt á, að það sé hæfileg morgungjöf af Alþingis hálfu til lýðveldisins að ákveða að veita fé af eignum ríkisins til þess að byggja veglegt hús yfir söfn ríkisins. Það á ekki við að blanda hér inn í umr. um fjárhag ríkisins almennt. Hvað sem um hann má segja, þá vitum við, að íslenzka þjóðin megnar það að leggja þrjár millj. kr. fram í þessu skyni, og þess vegna gerum við það.

Í þessu sambandi er ekki viðeigandi að tala um fordæmi í fjárl., því að þetta er óvenjulegur atburður, sem gefur ekki neitt fordæmi.