20.06.1944
Sameinað þing: 36. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í D-deild Alþingistíðinda. (4537)

83. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Þegar ráðgert var og ákveðið, að Alþ. kæmi saman til funda 10. júní s.l., var þar með undirskilið, að þingið að þessu sinni afgr. aðeins þau mál, sem væru nauðsynleg í sambandi við stofnun lýðveldisins. Nú virðist afgreiðslu þeirra vera lokið, og við athugun, sem fór fram í gær, virtist koma fram, að þingfundum mætti fresta frá og með deginum í dag. Þess vegna hefur stj. í þessari till., sem hér liggur fyrir, lagt til, að þ. verði frestað frá þessum degi. — Enn fremur kom til athugunar í gær, til hvaða tíma fundum þingsins skyldi frestað, og virtust þá margar raddir vera því fylgjandi, að þ. þyrfti ekki, eftir því sem nú verður séð, að koma saman fyrr en 15. sept. Þess vegna gerir stj. það einnig að till. sinni, að þing verði eigi aftur kvatt saman fyrr en í síðasta lagi 15. sept. Hins vegar vil ég taka fram, að ef stj. þykja ástæður liggja til, sem gera aðkallandi, að þing komi saman á ný fyrr, þá mun stj. leita ráða hjá forystumönnum flokkanna um, hvort það skuli gert. Með þeim skilningi óska ég, að hv. þm. geti séð sér fært að samþ. till. eins og hún liggur fyrir.