15.06.1944
Efri deild: 33. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í B-deild Alþingistíðinda. (458)

77. mál, laun forseta Íslands

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. — Eins og nál. ber með sér, er n. sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt. Að vísu voru tveir nm. ekki á fundi, eins og greinir í nál.

Þótt n. leggi þetta til, þá er það ekki af því, að ekki sé sitthvað að athuga við frv., og er það ekki óeðlilegt, því að margt í því getur orkað tvímælis, og get ég t.d. bent á það, sem ég drap á við 1. umr. um eftirlaun eða biðlaun fyrir forseta. En eins og högum er nú háttað, þar sem þetta frv. þarf að verða að l. í dag, en vitað, að margar skoðanir og brtt. geta komið fram, ef farið verður að hrófla við frv., þá ,þótti n. rétt að láta álitamálin bíða betri tíma. Ég hygg, að varla verði annars kostur en að samþ. frv. óbreytt. Ég hef ekki heldur heyrt nein andmæli gegn nál. frá þeim nm., sem ekki mættu á fundi n. um málið:

Ég verð því að leggja til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt.