08.01.1945
Efri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1687 í B-deild Alþingistíðinda. (4626)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Bernharð Stefánsson:

Það er nú orðið nokkuð langt, síðan þetta mál var fyrst tekið hér fyrir til 2. umr. og hv. frsm. n. flutti framsöguræðu sína, enda ætla ég ekki að gera ræðu hans að sérstöku umtalsefni.

Eins og hv. þdm. ef til vill muna, þá var ég veikur alllangan tíma fyrir jól. Af því leiddi, að ég gat ekki fylgzt með störfum fjhn. í hálfan mánuð.

Flest þau atriði, sem till. hv. meiri hl. n., á þskj. 692, fjalla um, hafði þó að vísu borið á góma í n., meðan ég starfaði þar, en ákvörðun hafði ekki verið tekin um þau atriði. Þessar brtt. á þskj. 692 eru því ekki frá mér, og ég get getið þess strax og kem að því síðar, að ég er mótfallinn sumum þeirra. Ég hef því allvíðtækan fyrirvara um þetta mál, þótt ég skrifi undir nál. fjhn. Ég býst að vísu við, að það hefði komið að nokkru í sama stað niður, þó að ég hefði verið uppistandandi, þegar n. gekk frá málinu. því að mér hefur skilizt, að hv. meðnm. mínir hafi í störfum sínum verið bundnir af hinum svokallaða stjórnarsamningi, sem m.a. tók til þessa máls, og hefðu því ekki getað tekið till. mínar mikið til greina, þó að ég hefði verið á síðasta fundi n. um málið.

Eins og menn ef til vill muna, þá er ég meðflm. þessa frv., og ástæðan til þess, að ég gerði það, og jafnframt til þess, að ég skrifaði undir nál. fjhn., er sú, að ég álft, að það sé aðkallandi nauðsyn að setja ný launal. fyrir landið. og ég tel, að í því efni komi einkum tvennt til greina: Í fyrsta lagi tel ég, að það hafi verið mikil þörf á því að bæta kjör þeirra starfsmanna landsins, sem lakast hafa verið launaðir. Ég nefni aðeins sem dæmi barnakennarana, sem hafa verið launaðir undanfarið langt fyrir neðan það, sem nokkrum öðrum sambærilegum starfsmönnum hefur verið boðið. Kennarar í sveit hafa t.d. undanfarið haft miklu lægri laun en vetrarmenn hjá bændum, sem hafa gegnt fjósaverkum og öðru slíku, en þó er krafizt allmikillar skólagöngu af kennurunum, sem nú orðið samsvarar fyllilega því, sem stúdentar verða að inna af hendi.

Í öðru lagi er sú ástæða til þess, að nauðsynlegt er að fá ný launal., að fá meira samræmi í launagreiðslurnar en verið hefur. Eins og menn minnast, eru launal. frá 1919. Þó að þá væri dýrtíð, voru allt aðrir tímar þá en nú, og ég held, að ekki orki tvímælis um það, að þau laun. sem ákveðin voru með launal. 1919, voru fremur lág laun. En síðan þessi launal. voru sett, hafa verið stofnuð mörg ný opinber störf í þjóðfélaginu. Það hafa verið settar á fót nýjar stofnanir og ýmiss konar ný störf sett á laggirnar. Og það er sameiginlegt með öllum þessum nýrri störfum, að þau eru tiltölulega betur launuð en gömlu embættin, sem launal. frá 1919 fjalla um.

Þannig hefur skapazt ósamræmi í launagreiðslum, sem ég álít hina mestu þörf á að leiðrétta. Það hefur verið reynt að bæta úr launakjörum opinberra starfsmanna undanfarið með alls konar uppbótum og hér í Reykjavík með bitlingum eða greiðslum fyrir aukastörf, sem þó að ýmsu leyti hafa tilheyrt starfinu. En úti um land hefur ekki verið mikið um þetta og þar af leiðandi ákaflega mikið ósamræmi, og það er ekki hægt að neita því, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, bætir mikið úr því ósamræmi, sem verið hefur í launagreiðslum. Og ég tel einn af aðalkostum þess þann, að það ætlast til, að hér eftir verði sömu launagreiðslur fyrir sams konar störf, hvar sem er á landinu. Eins og nú er komið, álít ég, að þetta sé algerlega réttmætt, því að jafnvel fyrir ráðstafanir þess opinbera er komið svo, að dýrtíðin er jöfn um allt land og sízt minni úti um land en hér í Reykjavík. Þess vegna er alveg ástæðulaust, að menn úti á landi séu lægra launaðir en í Reykjavík, ef þeir gegna sams konar störfum, og er þetta einnig athugunarefni í sambandi við skattal., sem gefa Reykvíkingum hærri persónufrádrátt en öllum öðrum landsmönnum.

En þó að ég hafi álitið, að rétt væri að setja ný launal., þá var það ekki ætlun mín að leggja til, að það frv., sem fyrir liggur, yrði samþ. óbreytt, og það er skýrt tekið fram í grg. frv., að flm. áskilja sér rétt til að bera fram brtt. við frv. eða fylgja brtt. Ég viðurkenni, eins og ég hef sagt, fyllilega. að það er þörf á að bæta kjör opinberra starfsmanna, en ég held því fram, að hins vegar verði þó að hafa hliðsjón af getu þjóðarinnar til þess að greiða launin, — og ekki einasta hliðsjón af getu þjóðarinnar. heldur einnig hliðsjón af kjörum annarra stétta þjóðfélagsins. Ég álít, að í þessu frv., eins og það liggur fyrir, sé teflt á fremsta hlunn, að því er snertir getu þjóðarinnar til þess að greiða þessi laun, og þó ganga till. hv. meðnm. minna út á það að hækka launagreiðslurnar.

Ég hef reynt að gera mér nokkra grein fyrir þeirri útgjaldahækkun, sem af þessu frv. yrði, ef að l. yrði, og niðurstaða mín er sú, að útgjaldaaukning ríkissjóðs verði hærri en gert hefur verið ráð fyrir. Mér skilst, að hæstv. ríkisstj. áætli, að þetta muni nema með núverandi dýrtíð um 6 millj. kr. á ári. Mér skilst á því m.a., að hún leggi til að bæta inn á fjárl. 41/2 millj. kr. með það fyrir augum, að l. gildi aðeins 3/4 hluta af þessu ári. Ég hygg, að þarna megi bæta við, og kem ég ef til vill síðar að því. Það eru ýmis atriði, sem ég hygg, að ekki hafi verið tekin nægilega til greina í þessu efni, þegar áætlanir voru gerðar. En þar sem hv. frsm. n. gat þess í framsöguræðu sinni, að n. mundi gera grein fyrir áætlunum sínum við 3. umr., þá skal ég sleppa að fara nánar út í það.

Ég skal þó minnast aðeins á tvö atriði, sem ég hygg, að ekki hafi enn komið verulega til greina í áætlun n., eða ekki var það svo, meðan ég gat tekið þátt í störfum hennar. Fyrra atriðið er það, að samkv. frv. hækka verulega laun vegna kennara og skólastjóra héraðsskóla og gagnfræðaskóla. Þessir skólar fá styrk úr ríkissjóði og greiða sjálfir kennurum sínum og skólastjórum, svo að launin eru ekki greidd beint úr ríkissjóði. Ég álít, að eigi þessir skólar að vera reknir áfram, þá verði styrkurinn til þeirra að hækka hlutfallslega við launahækkanirnar, og mér telst til, a,ð þessar hækkanir muni nema um 570 þús. kr. Ég hygg, að þetta hafi ekki enn komið verulega til greina í n. Eins hygg ég, að það hafi ekki verið tekið til greina, að tillag til lífeyrissjóðs frá ríkinu hlýtur að hækka í sama hlutfalli og launahækkanirnar. Þetta hygg ég. að muni nema upp undir 400 þús. kr. M.ö.o., ég álít, að hækkunin miðuð við núverandi dýrtíð muni nema um 7 millj. kr., jafnvel þótt sú till. n., að bæir og sveitir greiði enn þá hluta af kennaralaunum, verði samþ.

Það er ekki óeðlilegt, þótt menn leggi fyrir sig þá spurningu: Getur ríkið tekið á sig þessar miklu greiðslur? Ég efast ekki um, að ríkið getur það að vísu, ef það að hinu leytinu vill þá fella niður ýmis önnur gjöld. sem sjálfsögð hafa þótt hingað til. En ég efa mjög, að ríkið geti innt þessar greiðslur af hendi og haldið jafnframt uppi svipuðum eða meiri framlögum til verklegra framkvæmda og annars, sem ríkið hefur styrkt undanfarið, tryggingamála og annars slíks, nema þá með stórauknum sköttum.

Ég hef því litið svo á, að þrátt fyrir þá skoðun mína. að rétt sé að setja ný launal., að það sé þess vert að gera tilraun til að lækka nokkuð þau útgjöld ríkissjóðs, sem af þessum nýju launal. leiðir. Ég hef því flutt brtt. á þskj. 693, og eru þær um nokkra lækkun á launastiganum í 1. gr. frv. og þó aðeins á hámarkslaunin, sem þar eru ákveðin, enda mega menn ekki misskilja það. að það eru hámarkslaunin, sem eru hin eiginlegu starfslaun, því að fólkið fer tiltölulega mjög fljótt að komast upp í þau. Það er ekki einungis, að þessar till., sem ég hef þarna flutt, miði að því að lækka útgjöld ríkissjóðs allverulega, heldur finnst mér, að þær einar miði að því að fá meira samræmi í launagreiðslur en í frv. er.

Mér þykir kenna nokkuð handahófs í frv. á þeim mun, sem gerður er á milli flokka. Mér fyndist eðlilegt, að munurinn milli hærri flokkanna væri 1200 kr. á ári eða 100 kr. á mánuði, en munurinn milli lægri flokkanna væri 600 kr. á ári eða 50 kr. á mánuði. Ég álít, að brtt. mínar séu ekki tilfinnanlegar fyrir launþegana, en þetta munar töluverðu fyrir ríkissjóð, og ég vil segja miklu. Miðað við sömu vísitölu og hámarkslaun embættismanna, en á þeim eru langsamlega flestir. þá munar þetta um 2 millj. kr., sem útgjöldin af frv. mundu lækka, ef till. mínar yrðu samþ. Ég get búizt við, að ýmsum hv. þdm. þyki þetta ótrúlegt, mér fannst það og sjálfum og athugaði það aftur, en þetta er þó rétt, ef trúa má þeim skýrslum, sem mþn. í launamálum byggði á. Nú er það að vísu svo, að ekki eru allir launamenn á hámarkslaunum, en þrátt fyrir það mun mega fullyrða, að þessar lækkanir muni nema um 2 millj. kr., og eitt sinn hefði það þótt laglegur skildingur, þótt það þyki nú ef til vill lítið.

Ég viðurkenni, að skemmtilegt er að geta launað vel starfsmenn ríkisins, en eðlilegt hefði verið að endurskoða um leið allt starfsmannakerfið og athuga. hvort ekki væri unnt að fækka starfsmönnum hjá ríkinu. Ég geri samt ráð fyrir, að í þessu tiltölulega stóra landi verði ætíð hlutfallslega margir starfsmenn og kostnaður við starfsmannahald mikill í hlutfalli við fólksfjölda.

Ef spurt er , hvort þetta séu há laun, sem hér um ræðir. þá fer svarið eingöngu eftir því, við hvað miðað er. Ef miðað er við verzlunarstéttina hér í Reykjavík, þá eru þetta lág laun, en sé miðað við lífskjör alls almennings, þá eru þau allhá. Meðaltekjur verkamanns eru um 14 þús. kr., og nú eru að frumkvæði bændanna sjálfra gerðar ráðstafanir til, að tekjur þeirra lækki niður fyrir þetta. Í lægsta launaflokki eiga launin samkv. till. meiri hl. n. að vera töluvert hærri, að meðtalinni dýrtíðaruppbót, eða hærri en beggja þessara stétta, og er þar þó ekki krafizt neinnar sérmenntunar. Í lægstu launaflokkunum eru nær eingöngu einhleypt fólk og mikið kvenfólk. Allir aðrir launaflokkar eru allmiklu hærri en allur almenningur á við að búa.

Viðvíkjandi 2. brtt. minni hef ég ð að segja, hún er einungis hinni til samræmis. En ég vil víkja nokkrum orðum að brtt. meiri hl. n. Þær voru flestar ræddar í n., á meðan ég starfaði þar, en þó eru sumar nýjar.

Ég get fallizt á margar þessar till., auðvitað þó þannig, að ákvæði þeirra breytist í samræmi við brtt. mínar. og sumar þessar brtt. eru alveg sjálfsagðar lagfæringar. Afstaða mín til nokkurra þessara till. fer eftir því, hvaða afgreiðslu brtt. minar fá. Verði þær samþ., þá tel ég verjandi að hækka einstakar starfsgreinar í flokkum, þó að vafasamt sé annars. Nokkrum atriðum er ég mótfallinn, þar á meðal 1. brtt., um að hækka heilan flokk. Ég hef flutt till. um að lækka heila flokka, en þær eiga ekki við 13. flokk. En ég get ekki fallizt á, að komið geti til mála að hækka heila flokka, enda brýtur þessi till. í bága við þær reglur, sem frv. er byggt á, þar sem, hún ætlast til, að hámarkslaun í tveim flokkum séu hin sömu, en hámarkslaunin ráða hins vegar flokkaskiptingunni.

Meiri hl. leggur til, að hámarkslaun 13. flokks verði hin sömu og 12. flokks. Eftir þessu ætti, skilst mér, að afnema 13. flokk, þar sem skipting í flokka fer eftir mismun á hámarkslaununum. Það eru einkum liðirnir. 21, 23 og 60 á þskj. 692. sem ég er á móti. Það er ekki af því, að ég sé neitt sérstaklega á móti þeim starfsmönnum, sem þar um ræðir, en það er kunnugt, að starfsmenn ríkisins áttu mikil ítök í þeirri n., sem um þetta fjallaði, og er full ástæða til að ætla, að hagsmuna þeirra hafi verið fyllilega gætt. Þess vegna vil ég láta flokkaskipunina sem mest halda sér.

Ekkert hefur verið áætlað um það, hvað hækkunartill. meiri hl. muni kosta síkissjóð, en ég hygg, að það sé allmikið. Ég vildi skjóta þeirri fyrirspurn til frsm. meiri hl., hvaða laun þeir álíti, að símastúlkur úti um land eigi að hafa. Ég sé ekki annað en allar símastúlkur á 1. og 2. flokks stöðvum úti um land komi undir launal., en þær munu vera. nær tvö hundruð, en áætlaðar um 90 hjá n. En þar sem lofað hefur verið að athuga þetta fyrir 3. umr., ætla ég ekki að ræða það frekar.

Stjórnarflokkarnir hafa heitið því að samþ. þetta frv. með þeim breytingum, sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja leggur áherzlu á. Það lítur út fyrir, að starfsmenn ríkisins eigi á þennan hátt sjálfir að ráða launum sínum, og hvar munu þess finnast dæmi, að þjónar ríkisins ákveði sín eigin laun?

Þá kem ég að þeirri brtt. meiri hl. n., sem ég er mest mótfallinn, en það er 74. brtt., að 30.–36. gr. falli niður, m.ö.o., að ákvæðin um launakjör í bönkum, tryggingastofnunum ríkisins, Búnaðarfélaginu, Fiskifélaginu, Brunabótafélaginu og Samábyrgð ríkisins falli úr frv. Ef þessi till. verður samþ., álít ég, að ekki náist annar höfuðtilgangur frv., a.m.k. ekki frá mínu sjónarmiði, sem er sá að samræma launakjör. Og það mun því ekki líða á löngu, hvort sem till. mín verður samþ. eða frv. með brtt. meiri hl., að sama ósamræmi verði í launakjörum í landinu og verið hefur og sama óánægjan komi upp aftur. Ég hygg, að krafan um að taka þessar greinar út sé aðallega komin frá bönkunum. En ég lít svo á, að af þessum stofnunum eigi bankarnir fyrst og fremst að vera í l. Ég sé ekki betur en bankarnir, a.m.k. Landsbankinn og Búnaðarbankinn, séu hreinar ríkisstofnanir, en engin ríki í ríkinu, eins og helzt er nú að skilja af bréfum bankanna um þetta efni. Því hefur af ríkisbankanna hálfu verið haldið fram, að það gæti skapað þeim óþægilega aðstöðu að vera bundnir við launalögin, ef Útvegsbankinn er það ekki. Þá gæti sá banki boðið betri launakjör en hinir bankarnir megi samkv. l. og þannig lokkað til sín hæfari starfsmenn. En ég vil benda á, að Útvegsbankinn er stofnaður með l. og ríkið á hann að meiri hluta. Hann er því að sjálfsögðu eins konar ríkisstofnun. þó að hann sé jafnframt hlutafélag. Og mér finnst, að úr þessu ætti að bæta, ekki með því að taka Landsbankann og Búnaðarbankann út, heldur með því að setja Útvegsbankann inn í l. Það kynni þó að þykja óviðkunnanlegt, þar sem Útvegsbankinn er hlutafélag að nafninu til, að setja bein ákvæði inn í l. En ég sé ekki, hvað er á móti því að setja þau ákvæði inn í l. að leggja það fyrir bankaráð Útvegsbankans að setja reglugerð um laun, sem væri í samræmi við launalögin. Og verði þessi till. meiri hl. felld, að taka þessar stofnanir út, mun ég við 3. umr. bera fram brtt. um það að bæta Útvegsbankanum við og þá jafnframt að samræma dálítið frekar launakjör í bönkunum en gert er í frv. Mér finnst miklu nær, að félög einstakra manna, eins og t.d. Búnaðarfélagið og Fiskifélagið, séu utan við launal. en Útvegsbankinn. Það mun vaka fyrir meiri hl.. að launagreiðslur í þessum stofnunum. sem ætlazt er til að falli út úr launal., hafi ekki bein áhrif á hag ríkissjóðs. Og þetta er rétt. Tekjur og gjöld þessara stofnana eru ekki tekin á fjárl., og þar af leiðandi hafa launagreiðslur þeirra ekki bein áhrif á afkomu ríkissjóðs. En launagreiðslur í þessum stofnunum hafa beinlínis áhrif á mat starfsmanna hins opinbera á því, hver kjör þeirra eru. Ef þessar stofnanir greiða betri laun en hið opinbera, skapar það án efa óánægju hjá starfsmönnum ríkisins. Ég álít því, að einmitt með þessari till. sé ákaflega mikið dregið úr gildi frv. Og verði hún samþ., vil ég engu lofa um fylgi mitt við það.

Ég skal nú fara að stytta mál mitt, en áður en ég lýk því, vil ég benda á eitt atriði. Samkv. 38. og 40. brtt. meiri hl. n. eru skólastjórar heimavistarbarnaskóla færðir upp um einn flokk. En það undarlega skeður, að við þessa breyt. munu þeir flestir eða allir lækka í launum. Er það víst eina lækkunin, sem meiri hl. leggur til, að gerð sé. Eftir frv. eiga skólastjórar við heimavistarskóla að hafa í laun 8400 kr., og er miðað við 7 mánaða kennslu. Í brtt. eru þeim ætlaðar 9 þús. kr., en miðað við 9 mánaða kennslu. Nú mun það vera allvíða, að ekki er kennt í heimavistarskólum nema 7 mánuði. m.ö.o., þessir skólastjórar eiga þá samkv. till. meiri hl. að fá 7 þús. kr. í laun í stað 8400 kr. eða lækka um 1400 kr. Vera kann, að í sumum heimavistarskólum sé kennt lengri tíma en 7 mánuði á ári, og ég tel víst, að það verði leitazt við að lengja námstímann, ef þessi breyt. verður gerð. En eins og stendur, mun ástandið vera eins og ég hef greint. En þó að miðað sé við 7 mánaða kennslu hjá skólastjóra í heimavistarskóla, álít ég ekkert ósamræmi í að ákveða sömu laun og við 9 mánaða kennslu í öðrum skólum. Skólastjórar við heimavistarbarnaskóla hafa mörgu að sinna. Gera má ráð fyrir, að þeir þurfi að taka tíma til að borða og sofa eins og aðrir menn, en þó er það svo, að í sjálfu sér getur allur sólarhringurinn, ef svo stendur á, verið starfstími þeirra. Ég vildi gjarnan, að þessi brtt. yrði tekin aftur við þessa umr. og athuguð nánar til 3. umr.

Mér þykir dálítið undarleg till. meiri hl. um það. að l. öðluðust gildi 1. apríl. Þegar sýnilega var nokkuð liðið á þann þingtíma, sem ég bjóst við, að yrði, sem sé, að lokið yrði fyrir jól, var ég smám saman að hreyfa því, hvort ekki mætti fresta þessu máli til næsta þings, en það mátti nú ekki, sökum samninga stjórnarflokkanna. En ef næsta þing kæmi nú saman 15. febr., býst ég við, að allt hefði komið nokkuð í sama stað niður. Ég veit auðvitað ekki, hvað þetta þing stendur lengi. en ekki sýnist mér miklar líkur til, að það standi svo lengi, að fresta þurfi gildistökunni til 1. apríl. En annars geri ég þetta ekki að neinu atriði. Eitt veit ég þó, að starfsmenn víðs vegar um landið hafa skilið þessa stjórnarsamninga, og fyrirheit um ný launalög þannig, að þeir ættu að fá nýju launin frá áramótum.

Einkennileg þykir mér 85. brtt., um að taka það sérstaklega fram. að konur eigi að njóta jafnréttis við karlmenn um laun og skipun í starfsflokka og flutning á milli launaflokka, að öðru jöfnu. Ég hélt, að allt frv. væri þannig byggt, að konur hefðu sama rétt og karlar. En svo er annað. Hvernig hugsar meiri hl. sér, að þessi till. komi inn? Þetta er ekki borið fram sem brtt. við neina gr. frv. né heldur sem till. um nýja gr. Þó að þetta verði samþ., sé ég ekki annað en það hljóti að falla niður við prentun frv. (KA: Þá er það prentvilla. Þetta á að vera ný gr.) Ég er ekki beint á móti þeirri gr., en finnst hún heldur hégómleg. Af því að ég starfaði í n. um nokkurn tíma, veit ég vel, hvernig þessi brtt. er til komin. En með því að konur eiga að njóta jafnréttis við karlmenn l. samkv., finnst mér mikil spurning, hvort vera eigi að anza slíkum kröfum sem konur hafa um þetta gert.

Ég skal svo ekki orðlengja þetta frekar. Ég veit, að það liggur á að koma öðru máli áfram. En þar sem ég tala hér sem frsm. minni hl. n., þykist ég ekki hafa misbrúkað mjög þolinmæði hæstv. forseta.