29.01.1945
Efri deild: 113. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1751 í B-deild Alþingistíðinda. (4659)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Ég hef flutt hér þrjár brtt. við frv, það, er hér liggur fyrir. Ein er þegar fram komin, og hefur henni verið lýst. Sú brtt. er við brtt. á þskj. 975 frá hv. 1. þm. Reykv. (MJ) , við 2. gr. þeirrar brtt., en 1. mgr. hennar hljóðar svo:

„Þeir, sem nú sitja í þeim embættum og stöðum, er lög þessi taka til. eiga kost á að taka laun samkv. þeim eða sitja við sömu laun og áður.“

Ég hefði kosið, að það þyrfti ekki að vera nokkurt slíkt ákvæði í l. og hægt hefði verið að ganga frá þeim þannig, að þau giltu, hvort heldur væri til hækkunar eða lækkunar. Það hefur nú samt þannig til tekizt, að allmargir menn lækka í launum, verði frv. þetta að l., og hefur út af þessu myndazt óánægja, sem vafalaust er á nokkrum rökum reist hjá sumum, þannig að ég tel orka tvímælis, hvort haldinn væri málefnasamningur sá, sem ríkisstj. er bundin af og gerður var, um leið og stjórnarmyndun náðist, ef ekki væri tekið nokkurt tillit til þeirra raka; sem fram hafa komið frá BSRB um að leiðrétta þær stórkostlegu lækkanir hjá fjölda starfsmanna ríkisins, sem óhjákvæmilega verða, ef frv. þetta verður að l. Hins vegar tel ég, að þeir menn, sem hafa yfir 8000 kr. grunnlaun á ári, eigi að halda launum sínum samkv. l., vegna þess að ég álít nægilega vel fyrir þeim mönnum séð í þessu frv., og því engin ástæða til þess að veita þeim slíka tryggingu. Af þessum ástæðum hef ég borið fram brtt. við 2. gr. brtt. hv. 1. þm. Reykv., að á eftir orðunum „er lög þessi taka til“ í fyrsta málslið komi: og ekki hafa hærri grunnlaun en 8000 kr. á ári.

Þá ber ég fram brtt. við brtt. hv. n. á þskj. 964, við 34. gr. Þessi brtt. mín er í raun og veru sama efnis og till. hv. 1. þm. Eyf. (BSt), á þskj. 969, en í henni stendur:

„Lögmælt innheimtulaun af verðtolli, stimpilgjaldi, skipagjöldum, lífeyrissjóðsgjöldum og iðgjöldum slysatryggingarinnar skulu hér eftir renna í ríkissjóð.“

Það er sem sé aðalefni þessarar till., sem ég hef tekið upp, en í stað þess, að hún er brtt. við frv., er brtt. mín við brtt. n., að í stað 3. mgr. 34. gr. í brtt. n., á þskj. 964, komi eftirfarandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Lögmælt innheimtulaun af verðtolli, stimpilgjaldi, skipagjöldum, lífeyrissjóðsgjöldum og iðgjöldum slysatryggingarinnar skulu hér eftir renna í ríkissjóð.

Endurgreiða skal starfsmanni útlagðan kostnað vegna starfs hans eftir reikningi, er ráðherra samþykkir.

Ef fjárhagsleg áhætta fylgir starfi embættismanns, skal árlega greiða honum hæfilegt áhættufé samkvæmt reglugerð, er ráðherra setur.“

Þetta er aðalefni till. hv. 1. þm. Eyf., á þskj. 969, en hins vegar eru ýmis ákvæði í brtt. n.. sem ég hefði viljað, að féllu niður, en mundu falla niður, ef brtt. hv. 1. þm. Eyf. kæmu í staðinn.

Þá er hér 3. brtt., sem ég vil leyfa mér að gera grein fyrir. Fjallar hún um það, að laun fræðslumálastjóra verði hækkuð úr 12 þús. kr. upp í 14 þús. kr. Í brtt. þeim, sem fram hafa komið frá hv. fjhn. við 2. umr., var ein þeirra á þá leið, að laun biskups skyldu hækkuð upp í 14 þús. kr. Ég greiddi atkv. móti þessari till., en hún náði samþykki. Það var vitað mál, að óhjákvæmilegt var. þegar slík till. var samþ., að fram kæmu tili. um að hækka laun annarra sambærilegra embættismanna. enda hefur n. flutt till. um hækkun á launum Iandlæknis og hv. 6. þm. Reykv. sams konar till. um laun vegamálastjóra. Ég tel ekki síður ástæðu til að hækka laun fræðslumálastjóra, því að vægast sagt er þetta embætti sambærilegt við sum hinna embættanna, og ég fyrir mitt leyti tel það bæði umfangsmeira og ábyrgðarmeira en þau. Það er þó ekki svo að skilja, að ég telji þörf á að hækka laun í ábyrgðarmestu stöðum ríkisins, og tel, að 12 þús. kr. séu nægileg laun, en þegar búið er að hækka launin í sumum þeirra, hljóta launin að hækka í öðrum að sama skapi. Síðan verður hv. Nd., þegar þar að kemur, að hún fer að fjalla um þetta mál, að gera það upp við sjálfa sig, hvort hún vilji, að laun þessara manna skuli vera 12 eða 14 þús. kr. á ári.

Mun ég hér með leyfa mér að leggja fram hinar skriflegu brtt. mínar.