19.02.1945
Neðri deild: 132. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1762 í B-deild Alþingistíðinda. (4683)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Frsm. meiri hl. (Jakob Möller):

Herra forseti. Þó að hér sé um mikilvægt mál að ræða, þá tel ég, að ekki sé þörf ákaflega langrar framsögu um það. Hv. dm. er svo kunnugt, hvernig þessu máli er háttað. Launal., sem nú að nafninu til er búið við, eru orðin það gömul, frá 1919, að öllum er ljóst, að þau eru á eftir tímanum. Eftir þeim er lítið farið, auk þess sem settar hafa verið á stofn ýmsar stofnanir, síðan þau voru sett, og um laun í þeim eru að sjálfsögðu engin ákvæði í l. Þau laun hafa verið ákveðin ýmist með sérstökum l. eða af ríkisstj. og eru í algeru ósamræmi við það, sem ákveðið er í launal. Fyrir þessu öllu ar rækileg grein gerð í grg., sem fylgdi upphaflega frv., er lagt var fram í Ed. af n. þeirri, sem starfaði að þessum málum 1943 samkv. ákvörðun fyrrv. ríkisstjórnar.

Í grg. n. er meðal annars vakin athygli á því að launal. frá 1919, sem voru þannig úr garði gerð, að grunnlaun voru yfirleitt sett 25% hærri en miðað var við í upphaflegum launastiga í þeim till., er þá lágu fyrir, 25% hærri en væri miðað við verðlag fyrir stríð. Það var þá ljóst, árið 1919, að verðlag í landinu var svo gerbreytt frá því, sem var fyrir stríð, að ekki var við það unandi að miða launaákvæði starfsmanna ríkisins við verð, sem var fyrir þann tíma. Hins vegar kom það í ljós síðar, að þessi 25% hækkun grunnlaunanna hrökk ekki til þess að bæta upp þann mismun, sem varð á verðlagi eftir stríð. Þó að menn gerðu sér vonir um, að verðlag lækkaði aftur í námunda við það, sem það var fyrir stríðið, varð reyndin sú, að til þess kom ekki.

Verðlag fór lækkandi næstu ár, en vísitalan komst þó, eftir að verðlag lækkaði, aldrei niður fyrir 220–230 móti hundraði fyrir stríð. Dýrtíðin komst aldrei lengra niður en 120–130%. En hins vegar var þá tekin upp sú aðferð að bæta upp laun með dýrtíðaruppbót, sem kölluð var, aðeins að takmörkuðum hluta launanna, en var felld niður 1933, að mig minnir. Af þessu leiddi svo, að þá þegar var tekið upp að fara kringum sett launal. og reglur, og launauppbætur voru veittar með ýmsu móti alveg á snið við launal. Af þessu hefur síðan skapazt slík ringulreið í launagreiðslum ríkisins, að hrein vandræði hafa orðið. í sumum stofnunum eru laun miklu hærri en í öðrum, og dæmi eru til þess, að í sumum stofnunum eru laun til starfsmanna jafnvel komin upp fyrir það, sem ráðherralaun hafa nokkurn tíma verið.

Af þessu er sýnilegt, að því fer fjarri, að þeir menn hafi rétt fyrir sér, sem halda því fram, að ekki sé tímabært að endurskoða launal. Það er augljóst, að því lengra sem þetta dregst, því meiri ringulreið og misræmi er í því og því erfiðara verður að koma þessu í lag og samræma launin. Þeir, sem unnið hafa að þessum málum hér á þingi og í mþn., hafa haft tækifæri til þess að sannfærast um þá ringulreið, sem er í þessum málum, og hve nauðsynlegt er að samræma launin, þegar stórhópar komast í óeðlilega há laun. Og eftir því, sem tímar líða, er hætta á því, að þetta misræmi verði til þess að hækka laun hjá ríkissjóði stórkostlega frá því, sem þyrfti að vera. Ég og meiri hl. fjhn. teljum þess vegna brýna nauðsyn á því, að tafarlaust verði komið á nýrri launalöggjöf.

Samkv. niðurstöðu launamálan. er gert ráð fyrir því, að grunnlaunahækkunin muni nema um 1 millj. og 100 þús. kr., og er það sem næst 11% af þeirri launafúlgu, sem greidd var að undanförnu. Samkv. þessu hefur heildarhækkun á launagreiðslum samkv. till. mþn., miðað við vísitölu 274. átt að vera nokkuð á þriðju millj. kr. Nú er talið, eins og frv. er frá Ed., að launahækkun samkv. því muni nema um 6 millj. kr. Þar skeikar ekki nema um helming. Það er hægt að gera sér grein fyrir því, hvernig á þessu stendur, því að í niðurstöðum launamálan. er byggt á því. að hækkun grunnlaunanna frá því, sem áður var, sé ekki nema rúmlega 1 millj. kr., og enn fremur á því, að launauppbætur, sem greiddar hafa verið starfsmönnum í einstökum stéttum, kennurum, prestum og sýslumönnum og bæjarfógetum. uppbætur, sem verðlagsuppbætur hafa, ekki verið greiddar á, og verður það, þegar verðlagsuppbætur samkv. frv. bætast við, vitanlega meiri hækkun en sú, sem svarar grunnlaunum. Þar við bætist að Ed. hefur gert nokkrar breyt., sem allar eru til hækkunar. Og mun því láta nærri, að launahækkunin samkv. frv. geti numið þeirri upphæð, sem talið er. En einmitt þetta, að launin hækka í meðförum þingsins, styður það, sem ég sagði. — Í frv., eins og það kom frá launamálan., var gerð lækkun á launum í ýmsum starfsgreinum, og nemur sú lækkun um 280–290 þús. kr. En þessi lækkun á launum starfsmanna í einstökum stéttum hefur vakið svo mikla andstöðu meðal þeirra manna, að Alþ, og Ed. hafa ekki séð sér annað fært en koma nokkuð til móts við þá, sem hér eiga hlut að máli, og hækka grunnlaunin frá því, sem mþn. lagði til.

Því lengur sem dregst að koma skipulagi á þetta, því erfiðara verður að fást við það. Dæmi eru til þess, að laun einstakra starfsmanna hafa samkv. frv. lækkað um 2–3 þús. kr. og jafnvel yfir það. Það er skiljanlegt, að þetta er tilfinnanleg rýrnun á lifnaðarháttum manna. Það er svo ástatt, að í þessari n., sem undirbjó málið, voru fulltrúar frá starfsmönnum. Ber þess að geta, þótt þeir hafi fallizt á till., eins og þær liggja fyrir, og þar með á þessa launalækkun, að þeir hafa gert ráð fyrir því, að slík launalækkun mundi ekki verða látin koma til framkvæmda gagnvart þeim mönnum, sem nú eru starfandi og komnir í hærri laun. Og í frv. var ákvæði, þar sem beinlínis var tekið fram, að l. komi ekki til framkvæmda gagnvart starfsmönnum, sem þegar eru komnir í hærri laun en frv. heimilar. Nú hefur sú grein verið felld niður, og launalækkanirnar eiga því að koma til framkvæmda, þegar lögin öðlast gildi.

Fjhn. Nd. hefur ekki haft þetta frv. lengi til meðferðar og að sjálfsögðu allt of lítinn tíma til þess að athuga þetta nákvæmlega. Og enginn vafi er á því, að betur hefði mátt samræma launakjörin en Ed. hefur tekizt að gera og fjhn. Nd. gerir till. um. En n. vildi ekki eiga sök á því, að þingið þyrfti að bíða vikum saman eftir því að fá tækifæri til þess að afgr. þetta mál, og hraðaði störfum eins og henni var frekast unnt og leggur fram tiltölulega veigalitlar tili. við frv. Þessar brtt. eru ýmist til hækkunar eða lækkunar, og gerir n, ráð fyrir því, að þær hafi mjög lítil áhrif á niðurstöðu frv. að því leyti að auka eða draga úr útgjöldum ríkissjóðs. En tími hefur ekki unnizt til þess að láta reikna þetta nákvæmlega út, en ég tel engan vafa á því, að það sé rétt álitið, að þessar till. breyti litlu.

Ég skal svo víkja að því að gera grein fyrir þeim brtt., sem n. flytur. N. vann að málinu óklofin, — það er að segja: Það var ekki gengið úr skugga um afstöðu einstakra nm. til frv., áður en teknar voru upp umr. um breyt. á því, og standa þess vegna allir nm. nokkurn veginn jafnt að þeim breyt., sem hér liggja fyrir, og þó að þær séu fluttar af n., hafa þær ekki náð samþykki allra nm. Margar þeirra eru samþ. með einföldum meiri hl., og er þá áskilið, að nm., sem voru á móti þeim í n., greiði atkv. móti slíkum till., og hafa allir nm. óbundnar hendur að þessu leyti.

Yfirleitt held ég, að segja megi, að flestir nm. standi að till. Svo er að minnsta kosti um till. á þskj. 1136, þar sem lagt er til, að laun í 1. fl. lækki um 1000 kr. En samkv. frv. eru það aðeins ráðh., sem eiga að taka þau laun, en hæstaréttardómarar taki laun í næsta launafl., 15000 kr. N. leggur til, að þau laun skuli bæði ráðh. og hæstaréttardómarar fá. Hér er um að ræða æðstu embættismenn í þjónustu ríkisvaldsins, annars vegar dómsvaldið og hins vegar framkvæmdavaldið. Það er augljóst, að dómsvaldið á ekki að bera meira úr býtum en framkvæmdavaldið, og í rauninni því síður, þegar þess er gætt, að hæstaréttardómarar eru sviptir ýmsum réttindum, sem aðrir eru ekki sviptir. T.d. er þeim bannað að eiga þátt í fyrirtækjum og hafa aukastörf, sviptir kosningarrétti, sem hefur að vísu ekki fjárhagsþýðingu, en að minnsta kosti er það víst, að möguleikar þeirra til tekjuöflunar eru takmarkaðir meira en annarra. Því er það, að n. leggur til. að ekki verði gerður munur á launum þessara embættismanna.

Þá hefur n. lagt til, að í næsta launaflokki verði launaupphæðin að vísu óbreytt, en nokkrir verði felldir úr þeim flokki. Það, sem stendur til, er, að í þeim flokki verði yfirlæknir Landsspítalans, forstöðumaður Rannsóknarstofu háskólans og yfirmaður röntgendeildarinnar, sem n. skildist, að ætti að taka hæstu laun í þessum flokki, þó að vafasamt sé, að það sé augljóst af orðalagi frv. Hins vegar leggur n. til, að nokkrir verði felldir úr þessum flokki og færðir í næsta flokk og laun hans jafnframt hækkuð í 13000 kr. úr 12000 kr. Þeir, sem n. leggur til. að verði þannig færðir milli flokka, eru landlæknir, biskup, vegamálastjóri og forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Auk þess leggur n. til, að færðir verði upp í þann flokk vita- og hafnarmálastjóri og húsameistari ríkisins, sem samkv. frv. eiga að hafa 12000 kr.

N. lítur svo á, að starf póst- og símamálastjóra sé nokkuð sérstakt borið saman við störf annarra embættismanna ríkisins, þar sem hann hefur þýðingarmikið mál meðferðis, sem hann er fulltrúi fyrir og á að semja um við erlendar póst- og símamálastjórnir. Og að þessu leyti verður að telja málið ósambærilegt við önnur embætti, sem lúta meira að starfsemi innan lands.

Um prófessorinn í læknisfræði, sem jafnframt er yfirlæknir Landsspítalans, er það svo, að hér er um að ræða menn, sem gætu vegna hæfileika sinna haft miklu meiri tekjur af starfi sínu með því að stunda lækningar sjálfstætt en þau laun eru, sem þeir fá í þjónustu ríkisins, þó að launin séu eins há og hér er gert ráð fyrir. Sama má segja um forstöðumann Rannsóknarstofu háskólans, og í raun og veru mætti segja slíkt um alla, sem kenna læknisfræði við háskólann, þó að ekki sé lagt til, að munur sé gerður á þeim og öðrum kennurum hjá þessari stofnun.

Eins og ég sagði, leggur n. til, að vita- og hafnarmálastjóri sé settur í þennan flokk í staðinn fyrir þann, sem hann var áður í. N. taldi, að starf hans sé fullkomlega sambærilegt við starf vegamálastjóra og ekki sé ástæða til þess að gera þann mun á launakjörum þessara starfsmanna, sem í frv. er gerður. Húsameistari ríkisins hefur að undanförnu haft sömu laun og vegamálastjóri, og n. hefur ekki séð ástæðu til þess að breyta því.

2. breytingin á þskj. 1136 er um að fella niður tvær síðustu málsgr. við 2. gr. frv. Eins og hv. þm. vita, er 2. málsgr. um það, að nokkrir starfsmenn í VII-IX. launaflokki taki hámarkslaun þessara flokka frá upphafi. Rétt hefur þótt, að nokkrir starfsmenn í þessum flokki taki hámarkslaun þegar í stað. Það eru starfsmenn, sem hafa gegnt sams konar störfum áður.

Það er óþarfi að taka þetta sérstaklega fram, því að það kemur fram í viðkomandi gr. frv.

Hin málsgr., sem n. leggur til, að felld sé niður, er um það, að símvirkjar og útvarpsvirkjar í 2. flokki verði færðir upp í 1. flokk, þegar þeir hafa lokið tilskildu prófi. Meiri hl. n. taldi þetta ekki heppilegt, heldur taldi hann, að þessir starfsmenn ættu að hækka eftir flokkum eftir því, hvernig þeir reyndust í starfi sínu. Það væri óhyggilegt, að þeir gætu hækkað í flokkum án tillits til þess, hvernig starf þeir leysa af hendi. Það er ekki nema sjálfsagt, að þeir, sem leysa starf sitt svo af hendi, að af ber, verði látnir njóta þess, en ekki er ástæða til þess að láta hina, sem miður gera, fljóta með þeim til betri kjara. Hins vegar leggur n. til, — að ég hygg, einróma, — að þessir starfsmenn verði fluttir upp um einn flokk.

Þá er breyt. við 3. gr., a-liður. Þar er lagt til, að ráðherralaun verði lækkuð úr 16000 í 15000 kr.

Þá er b-liður, sem n. leggur enga áherzlu á, en sú brtt. er sett inn í frv. eftir ósk hæstv. ríkisstj. og utanrrn. Það hefur skrifað n. og mælzt til þess, að sett yrði inn í frv. „deildarstjórar í utanríkisráðuneyti.“ Er talið nauðsynlegt að hafa slíka starfsmenn við sendiráðin erlendis, því að þegar þeir flytjist heim til bráðabirgða, þá eigi þeir að hafa sambærileg laun við sendiráðsritara. En það eru ekki þau laun, sem gert er ráð fyrir í frv. fyrir deildarstjóra, 10200 kr., sem eru laun sendiráðsritara, heldur eru laun þeirra ákveðin 7200–9600 kr. Hitt má vel vera, að nauðsynlegt sé að hafa hærri laun fyrir þessa menn, þegar þeir um tíma kynnu að flytjast heim, vegna hlunninda, sem þeir hafa erlendis í starfi sínu, en á því voru þessi tilmæli byggð. Færði n. þetta því til samræmis fyrir þau rök, sem færð hafa verið fyrir nauðsyn þessa starfs.

Þá er c-liður, um breyt. á 3. gr., þar sem taldir eru upp starfsmenn í 7. launaflokki, og fellur þá niður svigasetningin á eftir. Mér virðist miklu eðlilegra, að það sé beint tekið fram, að fulltrúar ríkisbókara og ríkisféhirðis skuli teljast fulltrúar I. flokks.

Þá leggur n. til, að úr 6. lið falli niður orðin: „og aðstoðarmenn í utanríkisráðuneyti“. Þetta hefur verið sett inn í frv. eftir ósk utanrrn. og er byggt á því, að þessir starfsmenn þurfi að hafa fullkomnari hæfileika og undirbúning til þess að sinna þessu starfi en aðstoðarmenn yfirleitt í öðrum starfsgreinum í stjórnarráðinu. En þá virðist n. auðvelt að bjarga því við með því að telja þ á fulltrúa 2. fl. Það er til þess ætlazt. að þeir taki sömu laun og fulltrúar 2. fl. Hins vegar telur n., að séu aðstoðarmenn í utanrrn. settir í hærri fl. en aðstoðarmenn í öðrum ráðuneytum, þá sé það til þess fallið að vekja óánægju meðal þessara starfsmanna, og telur n. óþarft að stofna til slíks.

E-liður er um það að bæta inn í gr. „ritarar 1. flokks“, — og þykir fara vel á því. en annars hefur það enga praktíska þýðingu.

Þá leggur n. til, að orðin „í London, Washington og Moskva“ í 1. lið 4. gr. falli niður. Er þetta í samræmi við till. ráðun., sem telur ekki henta að tilgreina staðina, því að svo geti farið, að hentara þyki að hafs sendiherra á öðrum stöðum eða fleiri stöðum, og féllst n. á þá skoðun.

Þá er till. við 6. gr., að á eftir 2. lið komi nýr liður: „Fulltrúi 2. flokks laun 6600–9000 kr.“ Þetta var gert eftir tilmælum hagstofustjóra. sem sagði, að ekki væri að vísu starfandi neinn fulltrúi 2. flokks við hagstofuna, en það hefði verið áður, og hann vænti þess, að hann gæti fengið slíkan mann aftur, og þá færi betur á, því að gera ráð fyrir honum í lögunum.

Þá er brtt. við 7. gr., að hæstaréttarritari sé hækkaður úr 6600–9000 kr. upp í 7200–9600 kr. Samkvæmt frv. er honum ætlað að taka laun eins og fulltrúa 2. fl., en það er vitað um núverandi hæstaréttarritara, að hann var talinn fulltrúi 1. fl., áður en hann tók við þessu starfi, og hefur því skilyrði til að vera fulltrúi 1. fl., og þykir ekki fara vel á því, að starfsmaður hæstaréttar sé lægra settur en fulltrúar 1. flokks.

Þá er brtt. við 8. gr. samkvæmt tilmælum tollstjóra. a-liður, að á eftir 4. lið (aðalféhirði) komi nýr liður: „Fulltrúar 2. fl. hjá tollstjóra 6000–8400 kr.“ Tollstjóri gerði þá grein fyrir þessu, að það mundi hentara að hafa þetta stórt stig til þess að geta hækkað smátt og smátt í starfinu. Ef þessu stigi væri sleppt, mundi afleiðingin verða sú, að stökkið yrði stækkað. og væri það sízt til bóta fyrir ríkissjóð. N. hélt líka, að þetta gæti einnig leyst annað vandamálið, sem Ed. hafði búið til í frv., þar sem hún síðar í gr. setti tollvarðstjóra og tollverði. Hún hækkaði tollverði um einn flokk, og eru þeir þá komnir í sömu laun og tollvarðstjórar, en það getur ekki átt við, að þeir séu í sömu launum og undirmenn. N. virtist, að á þessu mætti ráða bót með því að setja inn nýjan fl., ef nauðsyn bæri til, og samkvæm, því leggur hún til, að 9. liður (tollvarðstjórar) falli niður, en „tollverðir“ verði einir eftir, og má skilja það á þann veg, sem nauðsyn ber til.

Varðandi 10. gr. hefur meiri hl. n. samþ. að hækka laun skipaskoðunarmanna og bifreiðaeftirlitsmanna úr 5400–7200 upp í 6000–7800 kr. Þessi hækkun er gerð samkvæmt tilmælum, sem n. bárust.

Þá er brtt. við il. gr. a (landlæknir), lækkun úr 14 þús. í 13 þús. kr.; b-liður er aðeins breyt. á orði, fyrir „Yfirberklalæknir“ komi: Berklayfirlæknir.

c-liður, að 5. lið skuli orða svo (svigasetn. á eftir fellur niður): „Héraðslæknar í Reykjavík og á Akureyri 11100 kr.“ Þetta er orðalagsbreyt., og þykir fara betur svona.

d-liður er um, að yfirhjúkrunarkonur hækki úr 6000–8400 kr. í 8400 kr. Hér er lagt til, að hjúkrunarkonur við sjúkrahús með yfir 80 sjúklinga fái hámarkslaun þegar í upphafi, vegna þess að allar líkur eru til. að í yfirhjúkrunarkvennastörf komi hjúkrunarkonur, sem hafi verið í næsta fl. fyrir neðan, en undir öllum kringumstæðum hjúkrunarkonur, sem hafa slíkan feril að baki sér, að rétt sé. að þær komi þegar í hámarkslaun.

Við 12. gr. gerir n. þá till., a-liður, að yfirdýralæknir og dýralæknar (b-liður) verði hækkaðir um einn flokk. Það var orðað við 1. umr., að ósanngjarnt væri að gera svo mikinn mun á þessum launum sem gert var í frv., og n. bárust líka kvartanir úr öllum áttum. Gat hún fallizt á þessa breyt., þar sem um fáa starfsmenn er að ræða og því ekki fjárhagsatriði.

Þá er brtt. við 13. gr. a. Fyrsti liður (biskup): Fyrir 14 þús. kr. komi 13 þús. kr. og b-liður, að biskupsritari verði færður upp í sömu laun og vígslubiskupar og prófastar, hækkun um tvo flokka. Ég geri ráð fyrir, að allir geti verið sammála um það, að þessi starfsmaður eigi að vera hærra launaður en hann er í frv., en það má deila um það, hvort ástæða hafi verið til að færa hann upp um tvo fl., þótt að vísu hefði farið vel á því, að biskupsritari og söngmálastjóri væru saman.

Þá leggur n. til, að vígslubiskupar og dómprófastar verði í sömu launum og prófastar.

Við 14. gr. gerir n. þá brtt., að háskólabókavörður verði fluttur niður um tvo flokka og settur í sama fl. og háskólaritari. Bókasafn háskólans er hvergi nærri eins stórt og landsbókasafnið, og starf bókavarðar þar getur þess vegna ekki verið eins umfangsmikið og starf landsbókavarðar, en samkvæmt frv. eru háskólabókaverði ætluð sömu laun og landsbókaverði. Meiri hl. n. taldi ekki ástæðu til að setja þetta starf svo hátt, að það jafngilti prófessarsembætti, — en um það má deila. hvort ástæða hefði verið til að fara þarna milliveg. En mestu mun hafa ráðið um, að till. varð eins og hún er, að háskólaritari er í þeim fl., sem n. leggur til. að háskólabókavörður verði í.

Við 15. gr. gerði n. þá brtt. við a-lið, að fyrir „vísindastofnana“ komi: stofnana. Leggur n. á það enga áherzlu, hvort till. verður breytt eða ekki, en þó varð um það samkomulag að breyta þessu orði.

Þá gerir n. þá breyt. á þessari gr. (b-lið), að forstjóri veðurstofunnar hækki um einn fl. og að bætt verði þar við nýjum starfsmanni. Veðurstofustjóri taldi nauðsynlegt, að gert væri ráð fyrir slíkum manni, sem gæti verið þar yfirmaður í stað veðurstofustjóra, og hvílir þá meiri ábyrgð á þessum manni en öðrum veðurfræðingum, sem við stofnunina starfa. Gat n. á þetta fallizt.

Þá er aths. aftan við gr., svo hljóðandi: „Ef sérfræðingur atvinnudeildar hefur á hendi kennslu við háskólann án sérstakra launa. er ráðh. heimilt að ákveða, að hann taki sömu laun og prófessorar (11100 kr.).“ Þessi till. er flutt eftir tilmælum kennslumrh., og getur n. fallizt á, að hentugt sé að hafa þessa heimild vegna þess, að við þessa stofnun starfa ýmsir menn, sem færir eru um að taka að sér kennslu við háskólann, ef um það væri að ræða að taka upp kennslu í slíkum greinum. Það mundi t.d. vera hentugt að fá efnafræðinga við atvinnudeildina til þess að taka að sér slíka kennslu.

Þá er brtt. við 16. gr. Þar virðist hafa fallið niður í prentun orðið „minnst“ aftan við „kennslustarf“, og leggur n. til., að þessu orði verði aftur bætt inn í frv.

Þá er 18. gr., að orðin „útvarpsvirkjar 2. fl.“ í þriðja lið að aftan falli úr þessum lið, en bætist við næsta lið á undan. Er það til samræmis við það sem annars staðar er.

Þá er brtt. við 20. gr., að vegamálastjóri, vita- og hafnarmálastjóri og húsameistari ríkisins verði allir settir í sama launaflokk. — Í öðru lagi er lagt til að setja þar inn nýjan flokk, þ.e. yfirverkfræðing. Eins og er, þá eru allir verkfræðingar í sama launaflokki. En það er augljóst. þegar um jafnstóra stofnun er að ræða, að nauðsynlegt er að hafa mismunandi stig, eftir því. um hve mikið umfangs- og ábyrgðarstarf er að ræða. N. leggur því til, að þessi verkfræðingur sé settur einum flokk hærra en almennir verkfræðingar, og leggur enn fremur til, að þau laun verði einnig ákveðin skrifstofustjóra vegamálastjóra, sem hefur mjög mikið starf og oft verður að vera í forsvari fyrir hönd vegamálastjóra, þegar hann er fjarverandi. svo að hann þarf ekki aðeins oft og einatt að gegna fyrir hönd vegamálastjóra því viðskiptalega, heldur einnig því verkfræðilega.

Svo er skipulagsstjóri. N. er ljóst. að hér er um starf að ræða, sem krefst þess, að því gegni hæfileikamaður í sinni grein. en samkv. löggjöfinni er þetta starf ekki til. Má færa fyrir því sterk rök, að betur fari á því, að þessi starfsmaður sé viðurkenndur sem yfirmaður sinnar stofnunar, en skipulagsnefnd, sem þykir nauðsynleg, sé þá meira til ráðuneytis.

Þá er samkv. till. hæstv. samgmrh. lagt til, að bætt verði inn í frv. land- og sjómælingamönnum hjá landmælingamönnum vegamálastjóra og sjómælingamönnum vitamálastjóra, 1. og 2. flokks. Að sjálfsögðu er ástæða til að gera mun á landmælingamönnum eftir því, hve lærðir og færir þeir eru í starfi sínu, og þess vegna færi vafalaust vel á því að hafa þar tvo flokka með mismunandi launum. Sama má segja um sjómælingamennina. N. leggur því til, að þessu verði hagað eins og í till. hennar greinir.

Þá lagði hæstv. samgmrh. einnig til, bæði fyrir hönd vega- og vitamálastjóra, að teknir verði í l. aðalverkstjórar þessara starfa, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Þetta eru starfsmenn, sem hafa fengizt við verkstjórn í vega- og hafnarmálum. Þeir hafa að vísu ekki fullt starf allt árið, en munurinn á því að ráða þá sem fasta starfsmenn eftir launal. og að gjalda þeim kaup eftir því, sem þeir vinna, er sá, að þeir fá hærra kaup fyrir þann tíma, sem þeir vinna. En auk þess mundi stofnunin að sjálfsögðu hafa þeirra miklu meiri not á þennan hátt en ef þeir væru sem daglaunamenn. Þess vegna hefur n. mælt með því, að þessir starfsmenn verði teknir inn í launalögin.

Þá er brtt. við 3. lið þessarar gr. Það er, að í staðinn fyrir „aðstoðarmaður vita- og hafnarmálastjóra“ komi: kafari vitamálastjóra. Þessi maður er ekki fastur starfsmaður sem kafari nema lítinn hluta ársins, en vinnur sem aðstoðarmaður hafnar- og vitamálastjóra. Samkv. till. vitamálastjóra fellst n. á að hækka þennan starfsmann um einn flokk. enda gegni hann sömu viðbótarstörfum og hann hefur gert að undanförnu. Kafarastarfið er erfitt og vandræði að fá menn til þess að gegna því nema gegn háum starfslaunum. Og fyrir hafnarmálin má það teljast happ, ef þau gætu tryggt sér þann mann, sem nú vinnur að þessum störfum, með því að gera hann að föstum starfsmanni, enda tryggt að hans verði full not allan ársins hring, og þau föstu árslaun, sem honum eru ætluð, eru mjög lág samanborið við það, sem hann mundi fá borgað fyrir einstök verk í grein sinni á frjálsum markaði, ef svo mætti segja.

Þá er komið að 22. gr., póst- og símamálum, og skal játað, að þá er komið að þeim kafla launal., sem erfiðastur hefur reynzt viðureigaar í þessari endurskoðun. Kemur það af því, að tveir af starfsmönnum þessarar stofnunar hafa verið komnir í það miklu hærri laun en sambærilegt sé við aðrar starfsgreinar, að þarna má finna starfsmenn og þá ekki fáa, sem samkv. frv. eiga að lækka í launum frá 1000 upp í 4000 kr. á ári. N. þótti rétt að óska viðtala við starfsmenn þessara stofnana og póst- og símamálastjóra og fékk frá honum nýja till. um niðurröðun starfsmanna í stofnuninni, og í þeirri till., sem hér er, hefur n. að kalla eingöngu farið eftir þeirri till., þó þannig, að fært hefur verið nokkuð saman innan launaflokkanna, þar sem n. þótti fara betur, og teknar til greina till. póst- og símamálastjóra um hækkanir.

Fyrsta till. er um það að ætla yfirverkfræðingi landssímans hærri laun en gert er ráð fyrir í frv. og fái hann 11100 kr. í stað 10000 kr., eins og gert er ráð fyrir í frv. Það er kunnugt, að sá maður, er gegnir þessu starfi, er prýðismaður í sinni grein. Það getur nú ekki ráðið öllu um launaákvæði í launal. En þar við bætist, að hann gegnir ekki starfi fyrir landssímann eingöngu, heldur er hann líka yfirverkfræðingur útvarpsins, og þykir ástæða til að ákveða honum hærri laun fyrir þær sakir.

Í fjórða lið er lagt til, að símastjórinn í Vestmannaeyjum verði færður niður um einn flokk, ekki talinn með umdæmisstjórunum á Akureyri, Borðeyri. Ísafirði, Siglufirði og Seyðisfirði, því að hann hefur ekki umdæmi eins og þeir og því ekki alls kostar sambærilegt starf. Að öðru leyti er þessi liður óbreyttur eins og hann er í frv.

Þá er lagt til, að póstmeistarinn á Akureyri sé felldur niður, því að fyrir dyrum stendur sameining pósts og síma á Akureyri, og verður hann þá þar með ekki sérstakur starfsmaður.

Sjötti liður till. byrjar á símastjóranum í Hafnarfirði, sem er fluttur úr næsta flokki á undan. Hinar breyt., sem gerðar höfðu verið, hafa verið felldar niður. N. hefur enga aðstöðu til að dæma um réttmæti þessarar niðurfellingar, en hún er í samræmi 'við þær till., sem henni bárust frá póst- og símamálastjóra. — Þá er breytt um nafn á birgðaverði, og er hann kallaður birgðastjóri landssímans í Reykjavík. — Þá eru settir í þennan flokk verkstjórar bæjarsímans í Reykjavík. Þeir eru í frv. kallaðir símaverkstjórar, en það mun vera sama, og eru þeir settir í þennan flokk samkv. till. póst- og símamálastjóra.

Við sjöunda lið er það að athuga, að þar eru felldir niður iðnaðarmenn og línumenn landssímans bæði í Reykjavík og á Akureyri og næturverðir. Póst- og símamálastjóri taldi ekki heppilegt að hafa næturverði á launal., því að starfi þeirra væri þannig háttað, og mæltist undan því, að þeir yrðu teknir upp í brtt. Um hinar niðurfellingarnar get ég ekki greint nein rök. Þær eru samkv. skriflegri till. póst- og símamálastjóra.

Í till. eru iðulega nefndir iðnaðasmenn landssímans, ósundurgreindir. En samkv. till. póst- og símamálastjóra leggur n. til, að þeir verði flokkaðir, 1. og 2. flokks, og koma þá iðnaðarmenn 1. flokks undir þennan flokk, en iðnaðarmenn 2. flokks aftur á móti undir næsta flokk fyrir neðan. Þá hafa einnig verið teknir í þennan flokk samkv. ósk póst- og símamálastjóra umsjónarmaður bíla landssímans og efnisvörður landssímans, sem ekki voru taldir í frv.

Þá er áttundi liður till., sem fjallar um starfsmenn í 12. launaflokki. N. leggur til. að upp í þann flokk verði færðir símvirkjar 2. flokks, sem vantar alveg í frv. Þessi till. um að hækka þessa starfsmenn er gerð samkv. till. starfsmannasambandsins og einnig í samræmi við annað í frv., þar sem segja má, að þetta séu iðnlærðir menn, sem þarna er um að ræða. Þeir koma ekki í lægri flokk en þetta. Þá eru samkv. ósk póst- og símamálastjóra settir í þennan flokk iðnaðarmenn 2. flokks og svo línumenn 1. flokks. Línumenn eru í frv. aðeins ósundurgreindir, og eru þeir 1. flokks. En póst- og símamálastjóri telur heppilegra að hafa einnig línumenn 2. flokks, byrjendur í þeirri starfsgrein, og koma þeir þá í næsta flokk fyrir neðan. Þá mælir póst- og símamálastjóri einnig með því að hafa póstafgreiðslumenn 2. flokks í Reykjavík. Í frv. er aðeins gert ráð fyrir póstafgreiðslumönnum í Reykjavík, ósundurliðuðum, og getur n. fallizt á, að heppilegt sé að greina þá í sundur.

Í níunda lið till. leggur n. til, að settir verði aðstoðarmenn, ósundurgreindir, og línumenn 2. flokks, en að felldir verði niður bæði hjá pósti og síma sendlarnir. Póst- og símamálastjóri telur ekki henta að hafa húsverði í flokki fastra starfsmanna að öðru leyti en því, sem þeir kunna að vera fastir starfsmenn að öðru leyti. T.d. kvað hann húsvörð pósthússins vera starfsmann í stofnuninni einnig sem póstmaður.

Að því er snertir sendimannastarfið, geri ég ráð fyrir, að tekinn verði aftur upp sá háttur, sem áður var, að að þessu vinni unglingar, sem að sjálfsögðu má ekki ráða sem fasta starfsmenn, heldur, eins og eðlilegt er, meðan þeir eru á þeim aldri, til bráðabirgða, þar til þeir vita, hvaða lífsstarf þeir vilja leggja fyrir sig.

10. og 11. liður brtt. er óbreyttur eins og var í frumvarpinu.

Þá leggur n. til, eins og hv. þdm. geta séð, að aftan við þessa gr. bætist aths., sem greind er á þskj. 1136, bls. 3, og var sú till. borin fram af hv. þm. V.-Húnv. með stuðningi hv. þm. a.- Húnv., sem allan tímann, meðan við vorum að vinna að þessu starfi í n., voru öðru hverju sitt á hvað að stagast á því, að nauðsynlegt væri að taka upp í launal. póst- og símamenn þá, sem stunda starf sitt utan kaupstaðanna, eins og hér greinir, símastjóra 1. fl. B og 2. fl. stöðva, þar sem allmikið starf er lagt á stöðvarstjórana og eins póstafgreiðslumenn, sem því starfsheiti nefnast úti um byggðir landsins. N. átti svo tal um þetta við póst- og símamálastjóra, en hann færði rök að því fyrir n., að það væri ekki fært eins og er að koma þessum starfsmönnum á launal., og held ég, að formælendur þeirra starfsmanna í n. hafi fallizt á það, enda skildist mér, að póst- og símamálastjóri hafi fært að því glögg rök, að það væri ekki fært að svo komnu. Hins vegar varð svo úr — með samþykki allra nm. — að orða hér aftan við gr. þessi fyrirmæli til ríkisstj. um, að hún skuli með reglugerð að fengnum till. póst- og símamálastjóra, eftir því sem við verður komið, ákveða laun símastjóra við 1. fl. B og 2. fl. stöðvar fyrir rekstur stöðvanna, svo og um laun póstafgreiðslumanna, sem ákvæði þessarar gr. ná ekki til. Og er þá gert ráð fyrir, að þóknun fyrir störf þeirra sé ákveðin hlutfallslega við það starf, sem þeir vinna, samanborið við störf annarra þjónustumanna í þessum störfum, og er það full sanngirni, sem þar er farið fram á. Hitt er svo allt annað mál, hversu greiðlega gengur að koma þessu í kring.

Þá er 23. gr., sem fjallar um starfsmenn Skipaútgerðar ríkisins. Þar er í brtt. lagt til, að lækkuð verði laun forstjóra úr 14 þús. í 13. þús. kr., og enn fremur er lagt til, að verkstjóri við skipaafgreiðslu hafi 6000–8400 kr., en honum er í frv. ætlað að hafa 6000–7800 kr. Hann er í brtt. gerður jafn afgreiðslustjóra og innkaupastjóra, og virðast þetta vera sambærileg störf, sem þessir menn allir stunda, og því sanngjarnt, að þeir fái allir sömu laun.

Þá eru í brtt. við 25. gr. gert ráð fyrir að lækka laun útsölustjóra áfengisverzlunarinnar utan Reykjavíkur frá því; sem gert er ráð fyrir í frv., 9600 kr., niður í 6000–8400 kr. Það er gert ráð fyrir að breyta alveg því fyrirkomulagi, sem á því hefur verið, að útsölumenn áfengisverzlunarinnar hafa til þessa haft tekjur af umsetningu eða vissan hundraðshluta af seldu áfengi, en borið ábyrgð á öllum rekstrinum og lagt til húsnæði og starfsmenn. Það hafa verið sterkar raddir uppi um það, að breyta þyrfti þessu fyrirkomulagi þannig að gera ekki útsölumennina beint „interesseraða“ fyrir að selja sem mest, þ.e.a.s., haga ekki launakjörum þeirra þannig, að hagur þeirra verði að selja sem mest, heldur setja þá á fastákveðin laun, eins og gert er ráð fyrir í frv. En fjhn. lítur svo til, að í samanburði við aðra starfsmenn hins opinbera séu laun þessara manna óþarflega hátt sett í frv., og leggur til, að þau verði lækkuð um tvo flokka.

Þá er 26. gr. Þar er till. um tilflutning á útvarpsvirkjum 2. flokks hjá viðtækjaverzlun til samræmis við það, sem áður er gert.

Þá er komið að 30. gr., sem er um gagnfræðaskóla og héraðsskóla. Till. kom fram um að bæta inn í húsmæðraskólum, og var það samþ. með meiri hl. atkv. Einn nm., sem á móti þessu var, áskildi sér rétt til þess að greiða atkv. á móti þessari breyt., og vænti ég, að hv. meðnm. mínir liggi mér ekki á hálsi fyrir þá afstöðu, að ég vil fella þetta niður, af því að ég tel ekki tímabært að fella þetta inn í frekar en aðrar stofnanir, sem þingið hefur tekið til meðferðar og eru í raun og veru alveg eins nátengdar ríkinu og þessir skólar. En hér er af meiri hl. n. lagt til að bæta húsmæðraskólunum inn í og ætla skólastjórum húsmæðraskólanna 8400 kr. í laun. En þá er enn fremur till. um að breyta aths. þannig, að fyrir töluna „7“, þ.e.a.s. að miða launin við minnst 7 mánaða kennslu, komi: 9, þannig að í þeim skólum, þar sem kennt er minna en 9 mánuði, verði launin lækkuð hlutfallslega við það, sem sýnist sanngjarnt.

22. brtt. n. er um umorðun á ákvæðinu um, hvernig reikna eigi stundakennslukaup. Það er ekki beinlinis nein till. um breyt., en það er lagt til af þeim, sem þóttust vita — og sjálfsagt vita —, að það muni verða auðveldara í framkvæmd, ef þetta orðalag væri haft, en ef það orðalag er haft, sem í frv. er.

23. brtt. er ekki heldur annað en orðalagsbreyt., sem n. þótti rétt, að gerð væri. Í frv. er lagt til, að þegar laun eru greidd með ákveðnum fríðindum, t.d. í jarðarafnotum, húsnæði, ljósi, hita, fæði og öðru, þá skuli þessi hlunnindi metin eins og segir í þeirri gr. og matsverðið dregið frá heildarlaunum. N. er því sammála, að þetta taki ekki til ráðherraembættanna, en telur betur fara á því, að þetta sé orðað eins og hér er lagt til í brtt.

Þá er 37. gr. Þar leggur n. til, að niður falli úr 1. málsgr. orðin: „aðrar en fyrir óhjákvæmilega yfirvinnu“. Þ.e.a.s., það er lagt til í þessari málsgr. frv., að um leið og þessi l. taki gildi, skuli niður falla hvers konar greiðslur fyrir aukastörf, sem rétt er að telja til aðalstarfsins, aðrar en fyrir óhjákvæmilega yfirvinnu. N. leggur til, að þessi tilfærðu orð verði felld niður, því að hún telur ekki rétt að gefa neitt undir fótinn um yfirvinnu yfirleitt heldur telur hún, að það eigi að útrýma yfirvinnu eftir því, sem mögulegt er, og þess vegna eigi ekki löggjafinn að gera því skóna, að til þess komi yfirleitt, að yfirvinnu þurfi að borga. Hitt er svo annað mál, hvort hægt er að komast hjá því gersamlega. En n. telur, að það muni vera hægt að svo langsamlega mestu leyti, að þar, sem ekki verði hjá því komizt, megi um það semja með sérstökum hætti. — Af þessari breyt. leiðir þá einnig, að gert er ráð fyrir, að niður falli úr 2. málsgr. síðari málsl.: „Ráðherra setur ... sem í hlut á“, þ.e.a.s., að ráðh. setji reglur um greiðslur fyrir yfirvinnu með þeim hætti, sem þar greinir.

25. og síðasta brtt. er aðeins fyrirkomulagsatriði um, að innan hverrar gr. verði tölusettir liðir gr., þannig að starfsliðirnir verði tölusettir í áframhaldandi töluröð innan hverrar gr. Það fyrirkomulag er talið munu koma sér vel í framkvæmd launal., með því að fljótlegra verði að vitna til ákveðinna atriða í þeim með þeim hætti.

Þegar n. hafði lokið athugun frv. og gengið frá brtt., sem hún ber fram sameiginlega, — þó að hún sé, eins og ég sagði áður, ekki alls kostar sammála um þær allar, þ.e. allir nm. —, þá var leitað eftir því, hvernig n. sem heild stæði að afgreiðslu málsins á þessu þingi. Kom þá upp, eins. og raunar er nú komið á daginn, að það var meiri hl. n., sem lagði til, að málið yrði í aðalatriðum afgr. á þessu þingi í þeim búningi, sem það er nú í. Er það orðað þannig í áliti meiri hl. n., að tveir nm. mundu vera mótfallnir afgreiðslu málsins að svo komnu og þeir mundu gera grein fyrir afstöðu sinni í sérstökum nál. Mér skilst, að þetta sé rétt, hvað hv. þm. a.-Húnv. snertir. Hins vegar er þar um hv. þm. V.-Húnv. kannske nokkuð öðru máli að gegna, þar sem hann leggur til, að launal. verði sett, en með allt öðru fyrirkomulagi en hér er gert ráð fyrir. Ég hygg nú samt, að það sé rétt skilið hjá mér, að hann geri ekki ráð fyrir, að það geti orðið á þessu þingi, svo að þessi ummæli um það, að þessir nm. vilji ekki afgreiða málið á þessu þingi, geti staðizt.

Ég mun að öðru leyti ekki að svo stöddu gera að umtalsefni afstöðu þessara tveggja hv. nm. Að vísu liggur fyrir nál. frá þeim báðum. En það er mikil tíska, að nm., sem hafa sérstöðu um afgreiðslu mála í n., sé gefið tækifæri til þess að gera munnlega grein fyrir áliti sínu, en ekki einungis skriflega í nál., áður en farið er að gagnrýna afstöðu þeirra. Ég mun halda þeirri venju einnig að þessu sinni og geyma mér rétt til þess að víkja nánar að sérstöðu þeirra.