20.02.1945
Neðri deild: 133. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1784 í B-deild Alþingistíðinda. (4689)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Þótt þær till., sem ég hef lagt fram, verði samþ., þá get ég ekki greitt atkv. með frv. Það hefði þurft að bera fram heilan mýgrút af brtt. og samþ. þær, til þess að það gæti átt sér stað. Brtt., sem ég flyt. eru til þess að bæta úr fyrir n., sem hefur farið með málið, og til þess að bæta úr þeim misrétti. sem ég tel, að felist víða í þessu frv.

Það eru ekki fá dæmi þess, að gert er ráð fyrir, að menn fái sömu laun fyrir starf, sem fyrst krefst þess, að menn undirbúi sig undir það allt að 14–16 ár, og fyrir starf, sem maður getur gengið í beint af götunni án þess að undirbúa sig undir það einn einasta dag. Þetta misræmi er svo víða í þessu frv., að ég hef ekki talið mér fært að flytja brtt. til þess að leiðrétta það alls staðar. En ein brtt., sem ég hef flutt, er þó í þá átt. Það er til þess ætlazt í frv., að dýralæknar, sem 12–14 ára náms er krafizt af til þess að gegna starfi sínu, hafi lægri laun en menn, sem teknir eru í lögregluþjónsstöðu, bara af því að þeir eru stórir og vigta vel, en ekki vegna neinnar menntunar. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum.

Annars finnst mér meðferð þessa máls dálítið skrýtin. Í sept. í haust var lögð fram till. nr. 126 á þskj. 325 um undirbúning löggjafar um opinbera starfsmenn, flutt af hv. þm. Snæf. og hv. þm. N.-Ísf. Það varð ágreiningur um þetta í n., sem málið fór til. Ég vildi láta þetta fylgjast með launal. og taldi, að það gæti vel gert það. Hinir allir töldu, sem greinilegast kom fram hjá hv. 2. þm. Rang. í framsöguræðu hans, að það þýddi ekki að samþ. till., af því að ekki yrðu samþ. launal. á þessu þingi. Á þessu þingi, um mánaðamót sept.–okt., voru allir nm. sammála um það, að launal. gengju ekki fram á þessu þingi. Þetta liggur fyrir skjallega í þingtíðindum. Málinu var vísað til stj., hún átti að undirbúa það undir næsta þing. Og hvaða mánaðardagur er í dag? Við erum að minnsta kosti komnir fram yfir þann venjulega samkomudag Alþ., 15. febrúar. Hvað hefur stj. gert? Er þetta komið svo, að það gæti verið samferða? Það er liðinn sá tími, sem hún ætti að vera búin að afgreiða þetta. Nú eru menn farnir að harma það, að þetta tvennt gat ekki orðið samferða, þó að þeir vildu það ekki, þegar ég var að tala um það í sept. s.l. ár. Hefur ríkisstj. gert nokkuð í þessu? Ég vænti fastlega að heyra það frá hæstv. ríkisstj. eða n., hvað þessu líður.

Brtt., sem ég flyt, miðar að því að færa dýralækna og gera þá sambærilega öðrum læknum í landinu. Eins og ég tók fram, þurfa þeir fyrst og fremst að vera stúdentar eins og menn, sem fara í læknaskólann, þar næst að vera sex ár við dýralæknisnám, sem ég tel, að sé sami námstími og hjá læknum (HelgJ: Það eru átta ár hjá læknum.). Ég hygg, að það séu þá sjö ár, ef búið er að breyta því, og ég hygg, að það sé að kalla sambærilegur námstími. Þó er sá munur á, að allir, sem stunda vilja dýralæknisnám, þurfa að fara utan og stunda nám sitt erlendis og vera þar sex ár. Nú er það svo, að dýralæknishéruð eru misjafnlega aukatekjumikil alveg eins og héruð mannalækna. Þetta er alveg sambærilegt, og þess vegna á að færa dýralæknishéruðin undir sömu reglu og mannalæknishéruðin og greiða misjafnlega laun í þeim.

Ég. hef heyrt því fleygt, að einhver í n. hafi talið, að það væru mjög miklar aukatekjur, sem dýralæknar hefðu af kjötstimplun. Það er alveg rétt. Það eru þeirra aðaltekjur. En ef við lítum á, hvar slátrað er mest, þá er það í Reykjavík og á Akureyri. En svo koma bara staðir næst, þar sem mannalæknar stimpla, en ekki dýralæknar. Þar, sem hinir dýralæknarnir koma til með að stimpla, þá eru minni aukatekjur hjá þeim en hjá mannalæknum. Brtt. mín á þskj. 1152 er um þetta atriði. Hún lýtur að því að ákveða, að yfirdýralæknir Íslands skuli gera till. um það, hvernig héruð dýralækna verði flokkuð í launaflokka, og að fengnum þeim till. skuli landbrh. með reglugerð flokka dýralæknishéruðin eins og heilbrmrh. er ætlað að flokka mannalæknishéruðin. En samhliða því, sem þetta er gert, er lagt til, að felld verði niður 12. gr., um dýralækna.

Hin brtt. mín er á þskj. 1150 og er gerð til þess að bæta úr gleymsku, sem sýnilega hefur átt sér stað hjá n. Það er í raun og veru ekki í fyrsta skipti, sem sú gleymska á sér stað, þó að það sé ekki hjá n., heldur hjá Alþingi.

Það eru nokkur ár, síðan samþ. voru á Alþ. l. um tilraunir í þágu atvinnuveganna og gert ráð fyrir, að ríkið veitti árlega fé til tilraunastarfsemi í landinu á vegum landbúnaðarins, og síðan væri það sérstök n., sem skipti þessu fé niður á milli jarðræktar og búfjárræktar. Með þessum l. var ríkið látið taka að sér allar tilraunir á sviði búnaðarmála, — allar. Þar með var það, að bæði Sámsstaðir og gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands voru rekin af ríkinu. Eftir að Alþ. var búið að samþ. þessi l., flutti ég og annar hv. þm. frv. hér á Alþ. um að ætla fé til þessa. Nei, það var drepið af sama þm., sem var með því áður að samþ. l. um, að ríkið tæki þetta að sér. Meiri hl. þm. drap það frv., sem fór fram á að ætla fé til þessarar starfsemi, þó að búið væri að samþ., að ríkið ætti að taka alla þessa starfsemi að sér. Það mundi bara enginn þeirra eftir því, að búið var að samþ. þau l. Og ríkið þurfti utan við fjárl. að leggja fé til þessara tilraunastaða. Nú hefur sama hent, þetta hefur gleymzt. Þá minnir kannske, að þetta sé allt á vegum Búnaðarfélagsins, en það var um leið fellt niður og ríkið tók þetta að sér.

Ég hef tekið þetta hér upp og fellt það aftan við 28. gr., mér finnst það helzt eiga þar heima þannig. að aftan við gr. bætist:

Tilraunastjórar 6000–8400 kr.

Ég veit, að þetta er ekki í samræmi við það, sem aðrir hafa samkv. launalfrv. Þetta eru nákvæmlega sömu störf og skólastjórar bændaskólanna inna af hendi, en þar að auki verða þeir, sem forstöðu veita þessum tilraunastöðvum, að hafa verið eitt ár við nám á tilraunasviði. En þó hef ég þá miklu lægri. En ég fer hér fram á laun. sem ég tel hæfileg, en hef ekki tekið tillit til þess, sem þetta launafrv. gerir ráð fyrir handa skólastjórum búnaðarskólanna.

Ég vona, að þessar tvær brtt., sem ég hef hér gert til þess að leiðrétta það tvennt, sem ég tel mest misrétti í, verði samþ., og ég tel það alveg sjálfsagðan hlut.

Ég vona að þessar tvær brtt., sem ég hef hér gert til þess að leiðrétta það tvennt, sem ég tel mest misrétti í verði samþ., og ég tel það alveg sjálfsagðan hlut.

Þá langar mig til þess að spyrja um það, — án þess að ég viti þó, hvort nokkur getur svarað því, — hvort það sé heppileg aðferð, sem tekin er upp í þessu frv., að láta yfirskattan. í hverri sýslu meta þau fríðindi, sem fylgja embættum. Ég er mjög í vafa um það. Ég er sannfærður um það, að þetta mat verður geysilega misjafnt. Ég er viss um það, að mat á t.d. íbúðum, ljósi og hita, sem fylgir heimavistarskóla t.d. hér á Seltjarnarnesi. mundi verða ákaflega miklum mun öðruvísi en mat á nákvæmlega sams konar íbúð t.d. austur á Rangárvöllum. Nú er hins vegar í frv. farið inn á þá stefnu að láta laun fyrir sömu vinnu vera þau sömu, hvar sem er á landinu. Skólastjórum heimavistarskóla hér nálægt Reykjavík og skólastjórum heimavistarskóla einhvers staðar úti á landi eru ætluð jöfn laun. Og ég er með því. En þá eiga að verða metin á sama hátt sams konar hlunnindi, sem báðir kynnu að hafa. En það hygg ég verði ekki eftir frv., ég er ákaflega hræddur um það. Sömuleiðis er ég ákaflega hræddur um, að mat á prestssetursjörðum og afnot af húsum þar verði ekki með neinu samræmi, þegar það er metið af yfirskattan. í hverri sýslu. Hins vegar er ég a.m.k. enn sem komið er í vandræðum með, hvaða heppilegan aðila ætti að finna til þess að koma samræmi á þetta. Ég held, að sami aðilinn verði að meta þetta alls staðar, hvernig sem hægt er að koma því fyrir. Og ég er ekki viss um. nema hægt sé að finna leið til þess. En ég er alveg viss um það, að mat yfirskattan. verður mjög misjafnt, og það sér maður af svo mörgu, t.d. af því, þegar þær eiga að virða mjólkurlítrann. Þá hefur það munað frá 40–50 aurum og upp í allt að tveim krónum. Svo misjafnt hefur sjónarmið yfirskattan. verið. Þetta verður að ganga nokkurn veginn jafnt yfir alla, og þó að segja megi, að hægt sé að skjóta þessum málum til skattan. ríkisins, þá er mjög erfitt við það að eiga.