23.02.1945
Neðri deild: 137. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1805 í B-deild Alþingistíðinda. (4705)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Forseti (JörB):

Ég vil vekja athygli á því, að margar brtt. hafa verið teknar aftur við 2. umr. til 3. umr., en það hefur láðst við prentun dagskrár að taka upp þau þskjnr. En þó að svo hafi til tekizt, þá mun verða tekið tillit til þeirra till. við atkvgr. og dagskrá að því leyti leiðrétt. Þau þskj., sem útbýtt hefur verið og fyrir liggja í þessu máli, eru nr. 1178, 1149, 1150, 1152, 1153, 1154, 1155, 1162, 1171, 1172, 1173, 1188, 1189, 1195, 1196, 1198, 1203, .1204, 1205, 1206. Svo koma þau þskj., sem er óútbýtt enn og vitað er, að koma muni fram í málinu, nr. 1211, 1213, 1216, 1217, 1218, 1219, 1220, 1221, 1222, 1223, 1227. Þessum þskj. er óútbýtt, og mun verða leitað afbrigða fyrir þeim síðar. Má og vera, að von sé á fleiri brtt. (Rödd úr þingmannahópi: Þetta er bara byrjunin.)