27.02.1945
Neðri deild: 139. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1831 í B-deild Alþingistíðinda. (4744)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Jakob Möller:

Ég álít, að meðferð þessa máls hafi verið þannig, að afgreiðsla þess sé ekki skuldbindandi fyrir Sjálfstfl. Af hálfu þeirra manna, sem stóðu að því að koma málinu inn í stjórnarsamninginn, hefur málsmeðferð og afstöðu verið hagað þannig, að það hefur verið gengið lengra en samkomulag leyfði. og sé ég ekki ástæðu til þess að greiða atkv. með málinu.