19.06.1944
Efri deild: 37. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (4764)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Flm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. — Það hefur verið gert ráð fyrir því í sambandi við þessi einstæðu hátíðahöld, sem nú hafa farið fram, að veitt verði almennari uppgjöf saka en áður hefur verið gert. En það er svo með ýmis lagabrot, að í refsingu við þeim felst m.a. svipting borgaralegra réttinda og atvinnuréttinda. Hv. Alþ. hefur nú nýverið samþ. l., sem miða að nokkru leyti í þá átt að veita mönnum uppreisn æru fljótar en áður hefur verið, en það er ákvæði, sem er ætlazt til, að verði látið standa áfram. En það eru ýmis réttindi þannig, að svipting þeirra er mönnum meiri refsing en fangelsisvistin, sem lögð er við brotinu. Þetta frv. er borið fram til þess, að mögulegt verði að veita mönnum einnig uppreisn þessara réttinda, og er það nauðsynlegt að áliti hæstv. dómsmrh., ,að Alþ. samþ. þetta frv., til þess að hægt verði að endurveita réttindin nú einnig. Ég tek það fram, að það er ætlast til þess. að þessi l. gildi einungis í sambandi við þessi einstæðu hátíðahöld, sem nú hafa farið fram.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta, en þar sem nauðsynlegt er, að málið komist gegnum þingið í dag, vænti ég, að hægt verði að láta það ganga án nefndar.