14.09.1944
Sameinað þing: 43. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í D-deild Alþingistíðinda. (4825)

116. mál, verðlækkun á vörum innanlands

Ásgeir Ásgeirsson:

Á þessum fundi var útbýtt frv., sem að vísu kemur ekki fyrir Sþ. Í þessu frv. er gert ráð fyrir, að lengri umhugsunartíma þurfi en eina eða tvær vikur. Þetta mál er svo umfangsmikið, að varla er hægt að búast við, að fram geti farið heildarafgreiðsla, nema Alþ. hafi haft það til afgreiðslu í einn eða tvo mánuði að minnsta kosti. Á þessu byggjum við till. okkar um, að verðlagið haldist óbreytt, eins og það er nú, til 1. des., ef Alþ. tekur ekki aðra ákvörðun í málinu innan þess tíma. Í frv. er það tekið fram, að um þennan tíma eigi verðlagið að haldast óbreytt eins og það er nú.

Öllum þingheimi er ljóst, að hér er alvara á ferð. Þar sem uppbót var í fyrra 1,90 kr. á kg., mundi hún hækka í 4 kr. á næsta ári, en þegar svo væri komið, væri uppbótin komin upp í hvorki meira né minna en 20 millj. kr. á kjötið eitt. Þetta veitti ekki af að athuga á tveimur mánuðum, og höfum við því flutt frv. okkar.