28.02.1945
Neðri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1844 í B-deild Alþingistíðinda. (4841)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Hæstv. forseti mun geta upplýst, af hverju hv. minni hl. n. hefur ekki skilað áliti, þar sem hann mun sjálfur eiga sæti í n. Það er máske til of mikils mælzt að óska eftir því við hæstv. forseta, að hann gefi, ef hann sæi sér fært, skýringu á þeirri óvenjulegu afgreiðslu, sem mál þetta hefur sætt, og þá einkum, hvaða ástæður liggja til þess, að þeir nm., sem mestan hafa áhuga á því að fá málið fram, hafa ekki séð ástæðu til að skila um það nál.