28.02.1945
Neðri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1844 í B-deild Alþingistíðinda. (4842)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Forseti (JörB):

Ég skal ekki þreyta mikið umr. um þetta atriði, enda er þess lítt þörf. En það kemur mér undarlega fyrir sjónir, að hæstv. dómsmrh. skuli gera mjög mikið úr því, þó að ekki sé skilað skriflegu nál. bæði frá meiri hl. og minni hl., því að ég ætla, að hann þekki slíks mörg dæmi, einkum þó að því er viðkemur minni hl. undir mörgum kringumstæðum. Og upp á afgreiðslu málsins eru hv. þm. áreiðanlega litlu nær, þó að sagt sé með tveimur línum, að minni hl. n. leggi til, að frv. verði samþ.

Mun ég nú fresta meðferð málsins að sinni, og verður það tekið fyrir, næst þegar tækifæri gefst.