01.03.1945
Neðri deild: 141. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1846 í B-deild Alþingistíðinda. (4848)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Garðar Þorsteinsson:

Herra forseti. —- Síðan þetta mál var hér til umr. í gær, hefur komið fram brtt. frá hæstv. dómsmrh., og hann hefur óskað eftir að fá að eiga tal við n. Og nú hefur enn komið fram ósk um það frá hæstv. dómsmrh. og auk þess hv. 4. þm. Reykv. Ég vildi því spyrja, hvort hæstv. forseti vildi ekki gefa 10 eða 15 mínútna fundarhlé, svo að hæstv. dómsmrh. gæti komið á fund með n., því að þá væri hægt að ræða við hæstv. dómsmrh. um málið og samt sem áður afgreiða það nú á þessum fundi.