26.09.1944
Sameinað þing: 47. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í D-deild Alþingistíðinda. (4867)

147. mál, verðlækkun á vörum innan lands

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Ég mun ekki tefja fyrir samþ. till. Þegar þáltill. var samþ. 14. þ. m. um að borga niður verðið um takmarkaðan tíma, stuðluðum við sósíalistar að því með okkar atkv., að svo gæti orðið, þó að við værum á móti till. í heild. Þegar búnaðarþingið samþ. á laugardaginn var, vorum við með því að óska eftir frestun fram yfir helgina, því að við héldum, að til þriðjudagskvölds væri nógur tími fyrir þingflokkana að ljúka við stjórnarmyndun, og við álítum, að það hefði átt að vera mögulegt. Þess vegna munum við ekki taka afstöðu til till. nú, heldur sitja hjá við atkvgr. og leggjum ekki til, að hún fari til n.

Ég vildi aðeins skýra afstöðu okkar, en þegar það frv. verður rætt, sem nú er útbýtt, kemur fram okkar principiella afstaða til þeirra mála.