25.09.1944
Efri deild: 49. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (491)

122. mál, Brunabótafélag Íslands

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. — Að aflokinni 1. umr. um þetta mál vax því vísað til allshn. til athugunar. Frv. er borið fram af hæstv. ríkisstj., og er í grg. frv. gerð ýtarleg grein fyrir tilganginum með því. En þegar n. var að athuga frv., barst henni bréf frá Brunabótafélagi Íslands, þar sem óskað var frekari breyt. á l. en í frv. er gert ráð fyrir. Óskaði félagið eftir, að aftan við 5. gr. l. bætist nokkrar málsgr., sem hv. þm. sjá í nál. Í bréfi sínu gerir Brunabótafélagið grein fyrir till. sinni til þessarar breyt. á l. Og þegar allshn. hafði athugað till. félagsins, var n. á einu máli um það, að það ætti að samþ. frv. eins og það kom frá hæstv. ríkisstj. að viðbættri þeirri breyt., sem Brunabótafélagið gerði till. um.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja efni frv. nú. Það er gerð ýtarleg grein fyrir því frá hendi hæstv. ríkisstj, og líka fyrir brtt. Brunabótafél. í bréfi frá því félagi.

Fyrir hönd allshn. legg ég því til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., sem upp var tekin á þskj. 348.